Erlent

Sun Myung Moon er látinn

Sun Myung Moon leiðtogi Einingarkirkjunnar í Suður Kóreu er látinn 92 ára að aldri. Banamein hans var lungnabólga.

Moon gerði kirkju sína að viðskiptalegu stórveldi á seinni hluta síðustu aldar og var einkum þekktur fyrir að gifta þúsundir manna í sömu athöfninni. Hann lá hinsvegar ætíð undir ásökunum um að þeir sem gengu í söfnuð hans væru heilaþvegnir og að söfnuðurinn væri ekkert annað en peningaprentvél fyrir hann sjálfan.

Einingarkirkjan hefur lýst yfir 13 daga sorgartímabili þar til Moon verður jarðsettur um miðjan mánuðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×