Erlent

Sakaður um að hafa bitið lögreglumann

Garry Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák, var yfirheyrður af lögreglunni í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í morgun en hann er sakaður um að hafa bitið lögreglumann í mótmælum þegar dómur var kveðinn upp fyrir stúlkna-pönk-hljómsveitinni Pussy Riot í síðustu viku.



Í yfirlýsingu sem hann sendi The Moscow Times í gær neitaði hann því að hafa bitið lögreglumanninn, og sendi blaðinu myndir og myndband sér til stuðnings. Fyrrum heimsmeistarinn hefur á undanförnum árum gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands, harðlega með ýmiskonar uppátækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×