Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Selfoss 1-1 Kristján Óli Sigurðsson á Kópavogsvelli skrifar 26. ágúst 2012 00:01 Breiðablik og Selfoss skildu jöfn í 17. umferð Pepsídeildar karla í kvöld. Liðin áttu sitt hvorn hálfleikinn, en Blikar leiddu í hálfleik eftir fínt skallamark Rafns Andra Haraldssonar eftir frábæra fyrirgjöf Þórðar Steinars Hreiðarssonar besta manns Blika í leiknum. Logi Ólafsson hefur heldur betur messað yfir sínum mönnum í hálfleik því hans menn mættu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleiknum. Tómas Leifsson jafnaði svo leikinn eftir vel útfærða sókn á 63. mínútu eftir fína sendingu Viðar Arnar Kjartanssonar. Það sem eftir lifði leiks fengu bæði lið fín færi til að gera útum leikinn en tókst ekki. Sanngjörn niðurstaða og Selfyssingar eiga enn ágætis möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.Logi Ólafsson: Sáttur miðað við fyrri hálfleikinn „Þeir yfirspiluðu okkur á löngum köflum í fyrri hálfleik, en við náðum að þétta okkur vel í þeim síðari. Við hefðum getað gert fleiri mörk eftir að við jöfnuðum en þeir fengu líka fín færi þannig við erum sáttir með stigið.“ Aðspurður hvað Selfoss þurfi mörg stig til að halda sæti sínu sagði Logi. „Er ekki talað um að það þurfi rúmlega 20 stig til að halda sér í deildinni og það ætlum við okkur að gera.“Ólafur Kristjánsson: Eins og svart og hvítt. „Síðari hálfleikurinn var var jafn slappur og fyrri hálfleikurinn var góður. Við vorum gysnir, opnir og lítil gæði hjá okkur fram á við. Það sem við fórum yfir í hálfleik var fokið útum gluggann strax eftir 5 mínútur. "Eftir á að hyggja getum við líka prísað okkur sæla með að fá þó eitt stig úr þessum leik.“ Breiðablik ætlaði sér Evrópusæti í sumar um það sagði Ólafur. „Það er enn möguleiki en með svona spilamennsku verður það langsótt.“Tómas Leifsson: Náðum upp tempói í síðari hálfleik „Staðan í hálfleik var verðskulduð við vorum hægir og einfaldlega á hælunum í upphafi leiks.“ Við náðum upp meira tempói í síðari hálfleik og fengum ágætis færi til að vinna leikinn, bæði ég og Jón Daði. Selfyssingar náðu nokkrum fínum sóknum í síðari hálfleiknum. „Maður ser smá fúll en það er allt annað sjá til liðsins í síðustu 3 leikjum og við óttumst ekkert ef við höldum áfram á þessari braut,“ sagði maður leiksins á Kópavogsvelli í kvöld. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
Breiðablik og Selfoss skildu jöfn í 17. umferð Pepsídeildar karla í kvöld. Liðin áttu sitt hvorn hálfleikinn, en Blikar leiddu í hálfleik eftir fínt skallamark Rafns Andra Haraldssonar eftir frábæra fyrirgjöf Þórðar Steinars Hreiðarssonar besta manns Blika í leiknum. Logi Ólafsson hefur heldur betur messað yfir sínum mönnum í hálfleik því hans menn mættu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleiknum. Tómas Leifsson jafnaði svo leikinn eftir vel útfærða sókn á 63. mínútu eftir fína sendingu Viðar Arnar Kjartanssonar. Það sem eftir lifði leiks fengu bæði lið fín færi til að gera útum leikinn en tókst ekki. Sanngjörn niðurstaða og Selfyssingar eiga enn ágætis möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.Logi Ólafsson: Sáttur miðað við fyrri hálfleikinn „Þeir yfirspiluðu okkur á löngum köflum í fyrri hálfleik, en við náðum að þétta okkur vel í þeim síðari. Við hefðum getað gert fleiri mörk eftir að við jöfnuðum en þeir fengu líka fín færi þannig við erum sáttir með stigið.“ Aðspurður hvað Selfoss þurfi mörg stig til að halda sæti sínu sagði Logi. „Er ekki talað um að það þurfi rúmlega 20 stig til að halda sér í deildinni og það ætlum við okkur að gera.“Ólafur Kristjánsson: Eins og svart og hvítt. „Síðari hálfleikurinn var var jafn slappur og fyrri hálfleikurinn var góður. Við vorum gysnir, opnir og lítil gæði hjá okkur fram á við. Það sem við fórum yfir í hálfleik var fokið útum gluggann strax eftir 5 mínútur. "Eftir á að hyggja getum við líka prísað okkur sæla með að fá þó eitt stig úr þessum leik.“ Breiðablik ætlaði sér Evrópusæti í sumar um það sagði Ólafur. „Það er enn möguleiki en með svona spilamennsku verður það langsótt.“Tómas Leifsson: Náðum upp tempói í síðari hálfleik „Staðan í hálfleik var verðskulduð við vorum hægir og einfaldlega á hælunum í upphafi leiks.“ Við náðum upp meira tempói í síðari hálfleik og fengum ágætis færi til að vinna leikinn, bæði ég og Jón Daði. Selfyssingar náðu nokkrum fínum sóknum í síðari hálfleiknum. „Maður ser smá fúll en það er allt annað sjá til liðsins í síðustu 3 leikjum og við óttumst ekkert ef við höldum áfram á þessari braut,“ sagði maður leiksins á Kópavogsvelli í kvöld.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira