Erlent

Óhugnanlegar myndir frá æfingum kínverskra barna

Þessi unga stúlka þjáist á meðan þjálfarinn stígur ofan á læri hennar.
Þessi unga stúlka þjáist á meðan þjálfarinn stígur ofan á læri hennar. mynd/dailymail.co.uk
Fjölmiðlar veltu því fyrir sér á dögunum hvort að Ye Shiwen, kínversk sundkona, sem sló heimsmet í 400 metra fjórsundi um meira en sekúndu, og synti hraðar en karlkyns sundkappi í sömu grein, hafi verið á ólöglegum lyfjum þegar hún sló heimsmetið.

Hún hefur staðfastlega neitað ásökunum um lyfjamisnotkun og segir að æfingar hennar hafi skilað henni þessum árangri.

Breska blaðið Daily Mail fjallar um þjálfun kínverskra keppenda í dag. Blaðið komst yfir myndir sem teknar eru í Nanning leikfimissalnum í Kína en þar sjást ung börn kveljast á meðan þjálfarar láta þau æfa.

Foreldrar barna víðsvegar um landið senda börnin sín á þessar æfingar í þeirri von um að þau vinni til verðlauna á stórmótum.

Æfingarnar eru hinsvegar langt frá því að vera eðlilegar, eins og sést á myndum sem birtar eru á vefnum. Þar er stigið ofan á læri mjög ungrar stelpur og mörgum myndum sjást börn á aldrinum 4-6 ára hreinlega gráta af sársauka.

Hægt er að sjá myndirnar á vef Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×