Noregur

Fréttamynd

Breskir tón­listar­menn æra­st ekki af fögnuði yfir auknu að­gengi að Ís­landi

Innanríkisráðherra Bretlands, Oliver Dowden, tilkynnti keikur á föstudag að breskir tónlistarmenn gætu nú ferðast til og spilað á Íslandi, í Noregi og Liecthenstein án þess að þurfa vegabréfsáritun, vegna nýs fríverslunarsamnings sem Bretland hefur gert við ríkin. Viðtökur breskra tónlistarmanna hafa þó ekki verið dynjandi lófatak og þakkir.

Erlent
Fréttamynd

Hundar drápu ungt barn í Noregi

Eins og hálfs árs gamalt barn lést þegar tveir hundar réðust á það í bænum Brumunddal í austanverðum Noregi í gær. Hundarnir voru aflífaðir strax í kjölfar.

Erlent
Fréttamynd

Natan Dagur komst ekki í lokaúrslitin

Þátttöku íslenska söngvarans Natans Dags Benediktssonar í norsku útgáfu hæfileikakeppninnar The Voice lauk í kvöld. Hann var einn fjögurra keppenda í lokaþættinum en hann komst ekki áfram í lokaúrslitin.

Lífið
Fréttamynd

Fimm ára fangelsisdómur yfir Gunnari Jóhanni stendur

Hæstiréttur Noregs vísaði frá áfrýjun saksóknara á dómi yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni vegna drápsins á Gísla Þór Þórarinssyni hálfbróður hans í bænum Mehamn árið 2019. Það þýðir að fimm ára fangelsisdómur sem Gunnar hlaut stendur óraskaður.

Innlent
Fréttamynd

Drógu úr fugladauða með því að mála einn spaða svartan

Fuglaáhugamenn í Noregi krefjast aðgerða eftir að norskir vísindamenn uppgötvuðu tiltölulega einfalda leið, að því er virðist, til að draga úr hættunni á því að fuglar fljúgi á vindmylluspaða. Niðurstaðan hefur vakið heimsathygli en aðferðin felst í því að mála eitt af vindmyllublöðunum svart.

Erlent
Fréttamynd

Norsk kona dæmd fyrir að aðild að ISIS

Dómstóll í Noregi dæmdi í dag þrítuga, norska konu í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkasamtökunum ISIS. Taldi dómari að konan hafi breytt „með vitund og vilja“.

Erlent
Fréttamynd

Sam­herji segir sekt DNB-bankans ekki tengjast við­skiptum sínum

Samherji segist enga aðild eiga að máli norska fjármálaeftirlitsins gagnvart DNB-bankanum, sem í dag var sektaður um 400 milljónir norskra króna, eða um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. Þá segist Samherji engar upplýsingar hafa um þessa sektarákvörðun umfram það sem birst hefur opinberlega.

Viðskipti innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.