Noregur

Fréttamynd

And­staða eykst í Noregi gegn aðild

Andstaða gegn aðild að Evrópusambandinu hefur aukist í Noregi og lýsa 49 prósent Norðmanna sig núna andsnúna því að ganga í sambandið. Í samsvarandi könnun í marsmánuði sögðust 43 prósent andvíg aðild Noregs að sambandinu. Andstaðan eykst mest meðal ungs fólks.

Erlent
Fréttamynd

Út­skýrði næstu skref fyrir Krist­rúnu og kollegum

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sat fjarfund með forsætisráðherra Íslands í morgun auk annarra þjóðarleiðtoga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Hann segist hafa útskýrt næstu skref Úkraínumanna í friðarviðræðum. Forsætisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að Evrópa sé við samningaborðið, en Bandaríkjamenn vilja að Úkraínumenn samþykki friðartillögur sem samdar voru af ráðamönnum í Moskvu og Washington.

Erlent
Fréttamynd

Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauð­lenda

Á tímabili leit út fyrir að þyrlan sem bjargaði Eiríki Inga Jóhannssyni í fárviðri í Noregshafi árið 2012 næði ekki til lands og yrði að nauðlenda í hamfarasjó vegna eldsneytisskorts. Ófyrirséðar aðstæður höfðu komið upp – gríðarlegt sjórok og saltaustur urðu til þess að mjög hægðist á vélinni þannig að hún eyddi mun meira eldsneyti en reiknað hafði verið með. Þetta kemur fram í bók Óttars Sveinssonar, Útkall - Ég er á lífi.

Lífið
Fréttamynd

Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn

Ingrid Alexandra Noregsprinsessa segir mál hálfbróður síns Mariusar Borg Høiby hafa verið gríðarlega erfitt fyrir norsku konungsfjölskylduna. Prinsessan tjáir sig í fyrsta sinn um málið við norska ríkisútvarpið.

Lífið
Fréttamynd

Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“

Íbúi í Ósló sem þurfti að rýma heimili sitt í gær vegna aurskriðu segist hafa verið mjög stressaður þegar hann sá í hvað stefndi og hafi í örvæntingu hlaupið inn og sótt helstu eigur ef allt færi á versta veg. Tvær aurskriður féllu í íbúabyggð í Ósló í gærkvöldi og í morgun og þurftu mörg hundruð að rýma heimili sín. Grjóthnullungar féllu skammt frá Carl Berners-torgi síðdegis í gær og aftur rétt fyrir klukkan níu í morgun að staðartíma.

Erlent
Fréttamynd

Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna

Norski forsætisráðherrann Jonas Gahr Støre og aðrir ráðherrar minnihlutastjórnar Verkamannaflokksins eru sakaðir um blekkingar í umræðum um skipagöngin við Stað í aðdraganda þingkosninganna í Noregi þann 8. september síðastliðinn. Ásakanirnar koma meðal annars frá formanni nánasta samstarfsflokks Verkamannaflokksins á síðasta kjörtímabili.

Erlent
Fréttamynd

Sundabrú minnir á helsta kenni­leiti Norður-Noregs

Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits.

Innlent
Fréttamynd

Stór­þingið niður­lægir Støre og opnar aftur á skipagöng

Norska Stórþingið sló á puttana á forsætisráðherranum Jonas Gahr Støre í fyrradag vegna ákvörðunar hans í síðustu viku um að hætta við gerð skipaganganna við Stað. Í stað þess að göngin umdeildu yrðu endanlega slegin út af borðinu, eins og ríkisstjórnin vildi, náðist meirihluti í þinginu fyrir tillögu sem heldur voninni um göngin á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Nor­rænir bankar skoði hvort breyta þurfi skil­málum vegna dómsins

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. 

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan í Ósló beitti mót­mælendur tára­gasi

Tuttugu og tveir voru handteknir og táragasi var beitt þegar til átaka kom á mótmælum við Ullevaal-leikvanginn í Ósló. Þar atti norska landsliðið kappi við það ísraelska í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er ömur­leg fjár­hags­leg á­kvörðun“

Rapparinn GKR frumsýnir í dag tónlistarmynband við lagið „Stælar“ sem er tekið um borð í eistnesku skemmtiferðaskipi. Hann upplifði tilgangsleysi á Íslandi, flutti til Noregs fyrir fjórum árum og býr þar enn. Hann semur mikið af tónlist en segist eiga það til að sitja of lengi á henni - framundan sé von á markvissari útgáfu.

Tónlist
Fréttamynd

Til­kynnt um dróna yfir Kefla­víkur­flug­velli

Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum.

Innlent