Erlent

Elsti flóðhestur heimsins er dáinn

Elsti flóðhestur heimsins er allur. Um var að ræða flóðhestinn Donnu sem verið hafði til sýnis í dýragarðinum í bænum Evansville í Indíana í Bandaríkjunum frá árinu 1956.

Donna náði því að verða 61 árs gömul en yfirleitt verða flóðhestar ekki eldri en 40 ára úti í náttúrinni. Donna átti átta kálfa á þessari löngu ævi sinni.

Undir lokin var Donna orðin svo illa farin líkamlega af gikt að forráðamenn dýragarðsins ákváðu að taka hana af lífi. Hinsvegar verður minningarskjöldur um Donnu settur upp í garðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×