Erlent

Fall Assads tímaspursmál

Hvíta húsið í Washington.
Hvíta húsið í Washington.
Dagar Bashar al-Assads, forseta Sýrlands, á valdastóli eru taldir að mati stjórnvalda í Bandaríkjunum. Talsmaður ríkisstjórnar Barack Obama sagði í gær að flótti forsætisráðherra landsins úr landi beri vitni um vanhæfni forsetans til að stjórna landinu.

Hann sé nú á flæðiskeri staddur á meðan sókn uppreisnarmanna styrkist. Þannig sé aðeins tímaspursmál hvenær stjórn Assads riðar til falls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×