Erlent

Læsa ruslatunnum matvöruverslana

mynd/AFP
Yfirvöld í borginni Geroa tilkynntu í gær að lásar yrði nú settir á ruslatunnur við matvöruverslanir. Margir hafa verið staðnir að því að róta í ruslinu undanfarið. Engar vísbendingar eru um að efnahagsástandið á Spáni muni skána á næstunni.

Atvinnuleysi mælist nú 25 prósent í landinu og hefur þeim sem ekki hafa efni á mat fjölgað verulega. Borgaryfirvöld í Geroa segja að heilbrigðissjónarmið hafi ráðið för enda geti það ógnað heilsu að borða upp úr ruslatunnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×