Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 1-1 Kristinn Páll Teitsson á Fylkisvelli skrifar 2. júlí 2012 15:02 Mynd/Ernir Jafntefli var sanngjörn niðurstaða í leik Fylkis og Breiðabliks í Árbænum í kvöld en leiknum lauk 1-1. Bæði lið fengu möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunum en náðu ekki að klára færin og jafntefli því niðurstaðan. Bæði liðin hafa bæði átt ágætis byrjun á mótinu og skildi aðeins eitt stig að liðunum fyrir leik, Breiðablik sat í 6. sæti með 13 stig en Fylkismenn í því 8. með 12 stig. Fyrri hálfleikur var afar dapur af hálfu beggja liða. Bæði lið lágu til baka og reyndu að sækja á skyndisóknum en lélegar sendingar trekk í trekk stöðvuðu allar slíkar hugmyndir og úr varð miðjuhnoð. Eftir hæga byrjun á seinni hálfleik kom fyrsta markið á 53. mínútu og var þar að verki Petar Rnkovic eftir skallasendingu frá Sverri Inga. Fylkismenn voru nálægt því að jafna aðeins nokkrum mínútum síðar þegar Björgólfur Takefusa komst í gott færi en Sigmar varði vel. Það voru þó mistök hans sem kostuðu Blikana stuttu seinna, þá átti Davíð Þór Ásbjörnsson gott skot þrjátíu metrum frá marki en beint á Sigmar sem missti frákastið beint í hendur Jóhanns Þórhallssonar sem var nýkominn inn á sem varamaður og átti hann ekki í erfiðleikum með að klára færið. Bæði lið fengu góð færi til að stela sigrinum á síðustu mínútum leiksins en náðu ekki að nýta sér þau og var lauk leiknum því með sanngjörnu 1-1 jafntefli. Ásgeir: Pústrar og barningar henta mér ágætlegaMynd/Daníel„Við hefðum getað skorað fleiri hér í kvöld og þeir líka þannig maður verður bara að vera sáttur með stigið," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis eftir leikinn. „Við vorum í bullandi færi til að koma okkur vel fyrir í einu af toppsætunum í dag en við náðum ekki að klára leikinn. Eitt stig er þó ekki slæmt og við höldum okkur í baráttunni og núna er það bara næsti leikur." Fylkismenn hafa átt kaflaskipta leiki í sumar, eftir hrikalegt tap gegn FH í deildinni hafa þeir hinsvegar komið stöðugleika á leik sinn og unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. „Fyrir utan stórslysið hefur verið fínn stöðugleiki hjá okkur, þéttir varnarlega og að bæta okkur hægt og bítandi sóknarlega séð." Hart var barist á miðjunni í fyrri hálfleik og leiddist Ásgeiri sú stemming ekki. „Oftast eru leikirnir sem er leiðinlegir að horfa á skemmtilegastir að spila. Mikið um pústra og barninga, hentar kannski mér og okkur ágætlega," sagði Ásgeir. Finnur: Hvorugt liðið gengur sátt frá borðiMynd/Daníel„Við vildum auðvitað fá meira, við vorum með forystuna og við erum vonsviknir að fá á okkur klaufalegt jöfnunarmark," sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við fáum færi til að taka öll stigin undir lokin en að sama skapi vorum við heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk, ég held að hvorugt liðið gangi sátt frá borði í kvöld." Gott gengi Blika síðustu umferðir má rekja til varnarleiks þeirra, í síðustu 3 leikjum höfðu þeir aðeins fengið á sig eitt mark. „Við vorum að vinna þetta á vörninni, við þurfum að byggja á því. Ef þú heldur hreinu þarftu bara eitt mark og þá eru þrjú stig komin. Við hefðum þurft að pressa Davíð fyrr í markinu, við höfum séð þetta áður í sumar og vitum að hann getur þetta en við vorum bara of seinir." „Núna er bara gamla klisjan, ef maður dettur út úr bikarnum þá einbeitir maður sér bara að deildinni og við þurfum einfaldlega að gera það," sagði Finnur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Jafntefli var sanngjörn niðurstaða í leik Fylkis og Breiðabliks í Árbænum í kvöld en leiknum lauk 1-1. Bæði lið fengu möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunum en náðu ekki að klára færin og jafntefli því niðurstaðan. Bæði liðin hafa bæði átt ágætis byrjun á mótinu og skildi aðeins eitt stig að liðunum fyrir leik, Breiðablik sat í 6. sæti með 13 stig en Fylkismenn í því 8. með 12 stig. Fyrri hálfleikur var afar dapur af hálfu beggja liða. Bæði lið lágu til baka og reyndu að sækja á skyndisóknum en lélegar sendingar trekk í trekk stöðvuðu allar slíkar hugmyndir og úr varð miðjuhnoð. Eftir hæga byrjun á seinni hálfleik kom fyrsta markið á 53. mínútu og var þar að verki Petar Rnkovic eftir skallasendingu frá Sverri Inga. Fylkismenn voru nálægt því að jafna aðeins nokkrum mínútum síðar þegar Björgólfur Takefusa komst í gott færi en Sigmar varði vel. Það voru þó mistök hans sem kostuðu Blikana stuttu seinna, þá átti Davíð Þór Ásbjörnsson gott skot þrjátíu metrum frá marki en beint á Sigmar sem missti frákastið beint í hendur Jóhanns Þórhallssonar sem var nýkominn inn á sem varamaður og átti hann ekki í erfiðleikum með að klára færið. Bæði lið fengu góð færi til að stela sigrinum á síðustu mínútum leiksins en náðu ekki að nýta sér þau og var lauk leiknum því með sanngjörnu 1-1 jafntefli. Ásgeir: Pústrar og barningar henta mér ágætlegaMynd/Daníel„Við hefðum getað skorað fleiri hér í kvöld og þeir líka þannig maður verður bara að vera sáttur með stigið," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis eftir leikinn. „Við vorum í bullandi færi til að koma okkur vel fyrir í einu af toppsætunum í dag en við náðum ekki að klára leikinn. Eitt stig er þó ekki slæmt og við höldum okkur í baráttunni og núna er það bara næsti leikur." Fylkismenn hafa átt kaflaskipta leiki í sumar, eftir hrikalegt tap gegn FH í deildinni hafa þeir hinsvegar komið stöðugleika á leik sinn og unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. „Fyrir utan stórslysið hefur verið fínn stöðugleiki hjá okkur, þéttir varnarlega og að bæta okkur hægt og bítandi sóknarlega séð." Hart var barist á miðjunni í fyrri hálfleik og leiddist Ásgeiri sú stemming ekki. „Oftast eru leikirnir sem er leiðinlegir að horfa á skemmtilegastir að spila. Mikið um pústra og barninga, hentar kannski mér og okkur ágætlega," sagði Ásgeir. Finnur: Hvorugt liðið gengur sátt frá borðiMynd/Daníel„Við vildum auðvitað fá meira, við vorum með forystuna og við erum vonsviknir að fá á okkur klaufalegt jöfnunarmark," sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við fáum færi til að taka öll stigin undir lokin en að sama skapi vorum við heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk, ég held að hvorugt liðið gangi sátt frá borði í kvöld." Gott gengi Blika síðustu umferðir má rekja til varnarleiks þeirra, í síðustu 3 leikjum höfðu þeir aðeins fengið á sig eitt mark. „Við vorum að vinna þetta á vörninni, við þurfum að byggja á því. Ef þú heldur hreinu þarftu bara eitt mark og þá eru þrjú stig komin. Við hefðum þurft að pressa Davíð fyrr í markinu, við höfum séð þetta áður í sumar og vitum að hann getur þetta en við vorum bara of seinir." „Núna er bara gamla klisjan, ef maður dettur út úr bikarnum þá einbeitir maður sér bara að deildinni og við þurfum einfaldlega að gera það," sagði Finnur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira