Anders Limpar líkir George Graham við Saddam Hussein Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2012 23:30 George Graham. Mynd/Nordic Photos/Getty Sænski knattspyrnumaðurinn Anders Limpar vandar George Graham, fyrrum stjóra sínum hjá Arsenal, ekki kveðjurnar. Limpar segir lífið hjá Arsenal undir stjórn Skotans hafa verið líkt og í Írak undir einræði Saddam Hussein. Limpar lætur hafa þetta eftir sér í Aftonbladet og fer ófögrum orðum um Graham. Skotinn náði góðum árangri með Lundúnarfélagið þrátt fyrir að liðið væri gagnrýnt fyrir að spila grófa og varnarsinnaða knattspyrnu. „Hann var ógeðslegur. Þú gast mætt á æfingu og hann myndi kalla einn leikmann inn á skrifstofu til sín. En þetta var engin skrifstofu því allir heyrðu hvað gekk á. Svo sagði Graham: „Ég er búinn að selja þig til Leeds." Leikmaðurinn svaraði: „Ég vil ekki ganga til liðs við Leeds." Þá sagði Graham: „Þú verður að taka saman dótið þitt og fara,"" minnist Limpar um meðferð Graham á liðsfélaga sínum hjá Arsenal. „Þvílíkt svín. Ég hef aldrei séð leikmann jafn vonsvikinn. Tárin runnu niður andlit hans. Hann hafði verið hjá Arsenal frá 16 ára aldri. Ég held hann hafi örugglega verið seldur til Leeds," segir Limpar án þess að nafngreina liðsfélaga sinn. Limpar gekk til liðs við Arsenal frá ítalska félaginu Cremonese árið 1990. Hann skoraði 20 mörk í 116 leikjum þar á meðal mark frá miðju gegn Liverpool sem verður lengi í minnum haft. Árið 1994 ákvað Graham að endurnýja ekki samninginn við Svíann sem hugsar honum þegjandi þörfina. „Hann seldi mig í apríl þegar samningurinn átti að renna út í maí. Það var ekki til umræðu að framlengja samninginn. Bara bless bless," segir Limpar sem segir Graham hafa neitað sér um að vera áfram hjá Arsenal. „En ég hef unnið svo marga titla fyrir þig. Er það ekki nóg?" sagði Limpar en eftir umræður með umboðsmanni sínum á skrifstofu Graham varð ljóst að ekkert yrði úr áframhaldandi veru Limpar. „Ég hef fengið gott tilboð frá Manchester City svo þú ferð þangað," á Graham að hafa sagt við Limpar sem segist hafa áttað sig á því að hans tíma hjá Arsenal væri lokið. „Jæja, takk fyrir árin fjögur," sagði Limpar við Graham og rétti út höndina. „Þá ruggaði hann sér bara á stólnum og starði á vegginn. Eftir fjögur ár tók hann ekki einu sinni í höndina á mér," sagði Limpar sem á endanum gekk til liðs við Everton og vann enska bikarinn með liðinu 1995. Spurður hvort hann hafi hitt George Graham síðan þá segir Limpar: „Oft. Hann er eins og hann á að sér að vera, hrokafullur." Limpar var í bronsliði Svía á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum árið 1994. Hann lagði skóna á hilluna árið 2001. Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Sænski knattspyrnumaðurinn Anders Limpar vandar George Graham, fyrrum stjóra sínum hjá Arsenal, ekki kveðjurnar. Limpar segir lífið hjá Arsenal undir stjórn Skotans hafa verið líkt og í Írak undir einræði Saddam Hussein. Limpar lætur hafa þetta eftir sér í Aftonbladet og fer ófögrum orðum um Graham. Skotinn náði góðum árangri með Lundúnarfélagið þrátt fyrir að liðið væri gagnrýnt fyrir að spila grófa og varnarsinnaða knattspyrnu. „Hann var ógeðslegur. Þú gast mætt á æfingu og hann myndi kalla einn leikmann inn á skrifstofu til sín. En þetta var engin skrifstofu því allir heyrðu hvað gekk á. Svo sagði Graham: „Ég er búinn að selja þig til Leeds." Leikmaðurinn svaraði: „Ég vil ekki ganga til liðs við Leeds." Þá sagði Graham: „Þú verður að taka saman dótið þitt og fara,"" minnist Limpar um meðferð Graham á liðsfélaga sínum hjá Arsenal. „Þvílíkt svín. Ég hef aldrei séð leikmann jafn vonsvikinn. Tárin runnu niður andlit hans. Hann hafði verið hjá Arsenal frá 16 ára aldri. Ég held hann hafi örugglega verið seldur til Leeds," segir Limpar án þess að nafngreina liðsfélaga sinn. Limpar gekk til liðs við Arsenal frá ítalska félaginu Cremonese árið 1990. Hann skoraði 20 mörk í 116 leikjum þar á meðal mark frá miðju gegn Liverpool sem verður lengi í minnum haft. Árið 1994 ákvað Graham að endurnýja ekki samninginn við Svíann sem hugsar honum þegjandi þörfina. „Hann seldi mig í apríl þegar samningurinn átti að renna út í maí. Það var ekki til umræðu að framlengja samninginn. Bara bless bless," segir Limpar sem segir Graham hafa neitað sér um að vera áfram hjá Arsenal. „En ég hef unnið svo marga titla fyrir þig. Er það ekki nóg?" sagði Limpar en eftir umræður með umboðsmanni sínum á skrifstofu Graham varð ljóst að ekkert yrði úr áframhaldandi veru Limpar. „Ég hef fengið gott tilboð frá Manchester City svo þú ferð þangað," á Graham að hafa sagt við Limpar sem segist hafa áttað sig á því að hans tíma hjá Arsenal væri lokið. „Jæja, takk fyrir árin fjögur," sagði Limpar við Graham og rétti út höndina. „Þá ruggaði hann sér bara á stólnum og starði á vegginn. Eftir fjögur ár tók hann ekki einu sinni í höndina á mér," sagði Limpar sem á endanum gekk til liðs við Everton og vann enska bikarinn með liðinu 1995. Spurður hvort hann hafi hitt George Graham síðan þá segir Limpar: „Oft. Hann er eins og hann á að sér að vera, hrokafullur." Limpar var í bronsliði Svía á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum árið 1994. Hann lagði skóna á hilluna árið 2001.
Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira