Anders Limpar líkir George Graham við Saddam Hussein Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2012 23:30 George Graham. Mynd/Nordic Photos/Getty Sænski knattspyrnumaðurinn Anders Limpar vandar George Graham, fyrrum stjóra sínum hjá Arsenal, ekki kveðjurnar. Limpar segir lífið hjá Arsenal undir stjórn Skotans hafa verið líkt og í Írak undir einræði Saddam Hussein. Limpar lætur hafa þetta eftir sér í Aftonbladet og fer ófögrum orðum um Graham. Skotinn náði góðum árangri með Lundúnarfélagið þrátt fyrir að liðið væri gagnrýnt fyrir að spila grófa og varnarsinnaða knattspyrnu. „Hann var ógeðslegur. Þú gast mætt á æfingu og hann myndi kalla einn leikmann inn á skrifstofu til sín. En þetta var engin skrifstofu því allir heyrðu hvað gekk á. Svo sagði Graham: „Ég er búinn að selja þig til Leeds." Leikmaðurinn svaraði: „Ég vil ekki ganga til liðs við Leeds." Þá sagði Graham: „Þú verður að taka saman dótið þitt og fara,"" minnist Limpar um meðferð Graham á liðsfélaga sínum hjá Arsenal. „Þvílíkt svín. Ég hef aldrei séð leikmann jafn vonsvikinn. Tárin runnu niður andlit hans. Hann hafði verið hjá Arsenal frá 16 ára aldri. Ég held hann hafi örugglega verið seldur til Leeds," segir Limpar án þess að nafngreina liðsfélaga sinn. Limpar gekk til liðs við Arsenal frá ítalska félaginu Cremonese árið 1990. Hann skoraði 20 mörk í 116 leikjum þar á meðal mark frá miðju gegn Liverpool sem verður lengi í minnum haft. Árið 1994 ákvað Graham að endurnýja ekki samninginn við Svíann sem hugsar honum þegjandi þörfina. „Hann seldi mig í apríl þegar samningurinn átti að renna út í maí. Það var ekki til umræðu að framlengja samninginn. Bara bless bless," segir Limpar sem segir Graham hafa neitað sér um að vera áfram hjá Arsenal. „En ég hef unnið svo marga titla fyrir þig. Er það ekki nóg?" sagði Limpar en eftir umræður með umboðsmanni sínum á skrifstofu Graham varð ljóst að ekkert yrði úr áframhaldandi veru Limpar. „Ég hef fengið gott tilboð frá Manchester City svo þú ferð þangað," á Graham að hafa sagt við Limpar sem segist hafa áttað sig á því að hans tíma hjá Arsenal væri lokið. „Jæja, takk fyrir árin fjögur," sagði Limpar við Graham og rétti út höndina. „Þá ruggaði hann sér bara á stólnum og starði á vegginn. Eftir fjögur ár tók hann ekki einu sinni í höndina á mér," sagði Limpar sem á endanum gekk til liðs við Everton og vann enska bikarinn með liðinu 1995. Spurður hvort hann hafi hitt George Graham síðan þá segir Limpar: „Oft. Hann er eins og hann á að sér að vera, hrokafullur." Limpar var í bronsliði Svía á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum árið 1994. Hann lagði skóna á hilluna árið 2001. Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þýskaland - Danmörk | Strákarnir hans Alfreðs geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira
Sænski knattspyrnumaðurinn Anders Limpar vandar George Graham, fyrrum stjóra sínum hjá Arsenal, ekki kveðjurnar. Limpar segir lífið hjá Arsenal undir stjórn Skotans hafa verið líkt og í Írak undir einræði Saddam Hussein. Limpar lætur hafa þetta eftir sér í Aftonbladet og fer ófögrum orðum um Graham. Skotinn náði góðum árangri með Lundúnarfélagið þrátt fyrir að liðið væri gagnrýnt fyrir að spila grófa og varnarsinnaða knattspyrnu. „Hann var ógeðslegur. Þú gast mætt á æfingu og hann myndi kalla einn leikmann inn á skrifstofu til sín. En þetta var engin skrifstofu því allir heyrðu hvað gekk á. Svo sagði Graham: „Ég er búinn að selja þig til Leeds." Leikmaðurinn svaraði: „Ég vil ekki ganga til liðs við Leeds." Þá sagði Graham: „Þú verður að taka saman dótið þitt og fara,"" minnist Limpar um meðferð Graham á liðsfélaga sínum hjá Arsenal. „Þvílíkt svín. Ég hef aldrei séð leikmann jafn vonsvikinn. Tárin runnu niður andlit hans. Hann hafði verið hjá Arsenal frá 16 ára aldri. Ég held hann hafi örugglega verið seldur til Leeds," segir Limpar án þess að nafngreina liðsfélaga sinn. Limpar gekk til liðs við Arsenal frá ítalska félaginu Cremonese árið 1990. Hann skoraði 20 mörk í 116 leikjum þar á meðal mark frá miðju gegn Liverpool sem verður lengi í minnum haft. Árið 1994 ákvað Graham að endurnýja ekki samninginn við Svíann sem hugsar honum þegjandi þörfina. „Hann seldi mig í apríl þegar samningurinn átti að renna út í maí. Það var ekki til umræðu að framlengja samninginn. Bara bless bless," segir Limpar sem segir Graham hafa neitað sér um að vera áfram hjá Arsenal. „En ég hef unnið svo marga titla fyrir þig. Er það ekki nóg?" sagði Limpar en eftir umræður með umboðsmanni sínum á skrifstofu Graham varð ljóst að ekkert yrði úr áframhaldandi veru Limpar. „Ég hef fengið gott tilboð frá Manchester City svo þú ferð þangað," á Graham að hafa sagt við Limpar sem segist hafa áttað sig á því að hans tíma hjá Arsenal væri lokið. „Jæja, takk fyrir árin fjögur," sagði Limpar við Graham og rétti út höndina. „Þá ruggaði hann sér bara á stólnum og starði á vegginn. Eftir fjögur ár tók hann ekki einu sinni í höndina á mér," sagði Limpar sem á endanum gekk til liðs við Everton og vann enska bikarinn með liðinu 1995. Spurður hvort hann hafi hitt George Graham síðan þá segir Limpar: „Oft. Hann er eins og hann á að sér að vera, hrokafullur." Limpar var í bronsliði Svía á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum árið 1994. Hann lagði skóna á hilluna árið 2001.
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þýskaland - Danmörk | Strákarnir hans Alfreðs geta tryggt sér sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira