Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fram 0-2 Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 24. maí 2012 15:34 Framarar unnu þægilegan sigur á Breiðablik, 2-0, í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Kristinn Ingi Halldórsson og Jón Gunnar Eysteinsson gerðu mörk Framara í leiknum. Breiðablik hefur aðeins náð að skora eitt mark það sem af er mótsins og sóknarleikur þeirra virkilega bragðdaufur. Leikurinn hófst mjög rólega og liðin voru lengi í gang. Sóknarleikurinn var ófrumlegur og ómarkviss hjá báðum liðum en þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir í Fram að sækja í sig veðrið. Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, var á hægri kantinum og fann sig sérstaklega vel í fyrri hálfleiknum. Varnarmenn Blika réðu lítið við hann og komst Almarr hvað eftir annað í gegnum vörn heimamanna. Þegar rúmlega 25 mínútur voru liðnar af leiknum kom fyrsta mark leiksins. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði laglegt mark eftir rosaleg mistök hjá Sigmari Inga Sigurðarsyni, markverði Breiðabliks, en hann sló háa fyrirgjöf frá Sam Tillen, leikmanni Fram, beint út í teig. Þar var Kristinn Ingi mættur og skoraði með bakfallsspyrnu, virkilega vel gert. Framarar réðu lögum og lofum út hálfleikinn og átti nokkur fín færi en Sigmar Ingi var þá ávallt vel vakandi og bjargaði Blikum oft á tíðum. Staðan var 1-0 fyrir Fram í hálfleik. Það gerðist fátt til að byrja með í síðari hálfleiknum og liðin lengi að komast í gang. Framarar voru greinilega nokkuð sáttir með stöðu máli og féllu töluvert til baka, en það náði Blikar lítið að nýta sér. Blikar gerðu breytingar á liðinu sínu þegar hálfleikurinn var hálfnaður en það hafði lítið að segja. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum skoruðu Fram annað mark sitt í leiknum en þar var á ferðinni Jón Gunnar Eysteinsson. Markið kom eftir hornspyrnu frá Sam Tillen en boltinn barst til Jón Gunnars eftir gríðarlega mikil klafs inn í vítateig Blika og einhvernvegin fór boltinn í netið, ekki fallegasta markið en þau telja öll jafn mikið. Fátt annað markvert gerðist í leiknum og honum lauk með þægilegum sigri Framara, 2-0. Blikar hafa aðeins náð að koma boltanum einu sinni í netið í sumar og vandræði þeirra framá við halda áfram. Almarr: Vorum ákveðnir í því að fá ekki á okkur mark„Mér líður bara mjög vel og rosalega ánægður með það að halda loksins hreinu," sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn í kvöld. „Fyrir leikinn var það markmiðið en við höfum fengið allt of mörg mörk á okkur í sumar. Það er síðan ekki hægt að kvarta yfir tveimur mörkum á útivelli." „Við vorum virkilega ákveðnir í því að gera betur í kvöld, ég hef ekki alveg skýringu á því hvað gerðist í byrjun sumarsins en það var allt annað að sjá til liðsins í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Almarr hér að ofan. Ólafur Kristjánsson: Erum ekki að koma boltanum inn í teiginn„Fimm leikir og eitt mark er ekki nægilega gott," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Til að skora mörk þurfum við að koma boltanum inn í teig og það er það sem hefur vantað hjá okkur í sumar. Það er erfitt hlutskipti að vera framherji og fá aldrei boltann, hann þrífst þó nokkuð á þjónustu." „Við komum okkur oft á tíðum í ágætis stöðu en þá fara menn að taka rangar ákvarðanir og það er okkar helsti óvinur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér. Kristján Hauksson: Vorum ekkert farnir að örvænta„Við vorum virkilega þéttir til baka í kvöld og þeir fengu fá færi í leiknum,“ sagði Kristján Hauksson, fyrirliði Fram, eftir sigurinn í kvöld. „Hópurinn var ekkert farinn að örvænta eftir slaka byrjun á tímabilinu. Við vitum einfaldlega að liðið er mun betra í ár en á síðasta tímabili. Fram á eftir að gera góða hluti í sumar.“ „Vonandi var þessi sigur fyrsta skrefið hjá okkur til að komast á beinu brautina. Við lékum vel á köflum í kvöld en hefðum kannski mátt halda boltanum betur innan liðsins.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristján með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Sjá meira
Framarar unnu þægilegan sigur á Breiðablik, 2-0, í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Kristinn Ingi Halldórsson og Jón Gunnar Eysteinsson gerðu mörk Framara í leiknum. Breiðablik hefur aðeins náð að skora eitt mark það sem af er mótsins og sóknarleikur þeirra virkilega bragðdaufur. Leikurinn hófst mjög rólega og liðin voru lengi í gang. Sóknarleikurinn var ófrumlegur og ómarkviss hjá báðum liðum en þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir í Fram að sækja í sig veðrið. Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, var á hægri kantinum og fann sig sérstaklega vel í fyrri hálfleiknum. Varnarmenn Blika réðu lítið við hann og komst Almarr hvað eftir annað í gegnum vörn heimamanna. Þegar rúmlega 25 mínútur voru liðnar af leiknum kom fyrsta mark leiksins. Kristinn Ingi Halldórsson skoraði laglegt mark eftir rosaleg mistök hjá Sigmari Inga Sigurðarsyni, markverði Breiðabliks, en hann sló háa fyrirgjöf frá Sam Tillen, leikmanni Fram, beint út í teig. Þar var Kristinn Ingi mættur og skoraði með bakfallsspyrnu, virkilega vel gert. Framarar réðu lögum og lofum út hálfleikinn og átti nokkur fín færi en Sigmar Ingi var þá ávallt vel vakandi og bjargaði Blikum oft á tíðum. Staðan var 1-0 fyrir Fram í hálfleik. Það gerðist fátt til að byrja með í síðari hálfleiknum og liðin lengi að komast í gang. Framarar voru greinilega nokkuð sáttir með stöðu máli og féllu töluvert til baka, en það náði Blikar lítið að nýta sér. Blikar gerðu breytingar á liðinu sínu þegar hálfleikurinn var hálfnaður en það hafði lítið að segja. Þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum skoruðu Fram annað mark sitt í leiknum en þar var á ferðinni Jón Gunnar Eysteinsson. Markið kom eftir hornspyrnu frá Sam Tillen en boltinn barst til Jón Gunnars eftir gríðarlega mikil klafs inn í vítateig Blika og einhvernvegin fór boltinn í netið, ekki fallegasta markið en þau telja öll jafn mikið. Fátt annað markvert gerðist í leiknum og honum lauk með þægilegum sigri Framara, 2-0. Blikar hafa aðeins náð að koma boltanum einu sinni í netið í sumar og vandræði þeirra framá við halda áfram. Almarr: Vorum ákveðnir í því að fá ekki á okkur mark„Mér líður bara mjög vel og rosalega ánægður með það að halda loksins hreinu," sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn í kvöld. „Fyrir leikinn var það markmiðið en við höfum fengið allt of mörg mörk á okkur í sumar. Það er síðan ekki hægt að kvarta yfir tveimur mörkum á útivelli." „Við vorum virkilega ákveðnir í því að gera betur í kvöld, ég hef ekki alveg skýringu á því hvað gerðist í byrjun sumarsins en það var allt annað að sjá til liðsins í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Almarr hér að ofan. Ólafur Kristjánsson: Erum ekki að koma boltanum inn í teiginn„Fimm leikir og eitt mark er ekki nægilega gott," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Til að skora mörk þurfum við að koma boltanum inn í teig og það er það sem hefur vantað hjá okkur í sumar. Það er erfitt hlutskipti að vera framherji og fá aldrei boltann, hann þrífst þó nokkuð á þjónustu." „Við komum okkur oft á tíðum í ágætis stöðu en þá fara menn að taka rangar ákvarðanir og það er okkar helsti óvinur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér. Kristján Hauksson: Vorum ekkert farnir að örvænta„Við vorum virkilega þéttir til baka í kvöld og þeir fengu fá færi í leiknum,“ sagði Kristján Hauksson, fyrirliði Fram, eftir sigurinn í kvöld. „Hópurinn var ekkert farinn að örvænta eftir slaka byrjun á tímabilinu. Við vitum einfaldlega að liðið er mun betra í ár en á síðasta tímabili. Fram á eftir að gera góða hluti í sumar.“ „Vonandi var þessi sigur fyrsta skrefið hjá okkur til að komast á beinu brautina. Við lékum vel á köflum í kvöld en hefðum kannski mátt halda boltanum betur innan liðsins.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristján með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Sjá meira