Enski boltinn

Daily Mail: Liverpool með augastað á Guardiola og Capello

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. Nordic Photos / Getty Images
Enska götublaðið Daily Mail slær því upp í útgáfu morgundagsins að Liverpool hafi sett sig í samband við fjóra knattspyrnustjóra, þeirra á meðal Pep Guardiola og Fabio Capello.

Samkvæmt frétt blaðsins hefur félagið einnig óskað eftir leyfi til að ræða við Roberto Martinez, stjóra Wigan, og Brendan Rodgers hjá Swansea. Dave Whelan, eigandi Wigan, staðfesti fyrr í dag að hann hafi gefið Liverpool leyfi til að ræða við Martinez.

Guardiola er nú knattspyrnustjóri Barcelona en hefur gefið það út að hann ætli ekki að endurnýja samning sinn við félagið þegar hann rennur út í sumar.

Hann sagði líka að hann ætlaði sér að taka sér ársfrí frá knattspyrnu til að safna kröftum.

Capello þjálfaði síðast enska landsliðið en var sagt upp störfum fyrr í vetur. Hann hefur síðan þá verið orðaður við nokkur félög víða um Evrópu.

Baksíðu Daily Mail sem kemur út á morgun má sjá hér. Þar er því einnig haldið fram að Capello hafi áhuga á að gerast knattspyrnustjóri Chelsea.

Uppfært 22.20: Guardian og The Times greina einnig frá þessu. Guardian segir enn fremur að félagið hafi einnig sett sig í samband við Andre Villas-Boas, fyrrum stjóra Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×