Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 0-1 Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 6. maí 2012 00:01 Skagamenn byrja tímabilið frábærlega en liðið bara sigur úr býtum, 1-0, gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. Það var varamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem skoraði eina mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Gary Martin. Leikurinn hófst virkilega rólega og mikil vorbragur á leik beggja liða. Heimamenn voru sprækari og sýndu ágætis tilþrif sóknarlega en á sama tíma voru Skagamenn alveg andlausir og virkilega bragðdaufir. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir skelfilegan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mikið mun skárri og liðin bæði töluvert hressari. Skagamenn fóru að láta boltann vinna og reyndu eins og þeir gátu að teygja á þéttri vörn Blika. Bætt spilamennska Skagamanna lagði grunninn að fyrsta markið leiksins. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Gary Martin, leikmaður ÍA, fína sendingu upp hægri kantinn. Englendingurinn lék listilega vel á Kristinn Jónsson, leikmann Breiðabliks, og gaf boltann fyrir markið. Þar tók Jón Vilhelm Ákason vel á móti boltanum og lagði knöttinn í markið alveg óverjandi fyrir Sigmar Inga Sigurðarson markvörð Breiðabliks. Fleiri voru mörkin ekki og Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild karla í knattspyrnu frá árinu 2008. Fínn byrjun hjá nýliðunum. Þórður: Frábær byrjun„Tilfinningin er gríðarlega góð," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn. „Við spiluðum ekki góðan sóknarleik í fyrri hálfleiknum en héldum alltaf vörninni sterkri. Í hálfleik töluðum við um að bæta sóknina og keyra meira í bakið á þeim." „Sóknarleikur okkar varð mun markvissari og betri í síðari hálfleiknum og það skóp þennan sigur." „Það er talað um okkur eins og við höfum verið í deildinni í tíu ár og fólk býst við miklu af liðinu, það er bara af hinu góða og við þurfum að standast pressuna." Hægt er að sjá viðtalið við Þórð í heild sinni hér að ofan. Kári: Manni líður vel á þessum velli„Maður þekkir aðstæður hér vel og frábært fyrir okkur að byrja tímabilið á sigri," sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var barningsleikur og þeir voru mun meira með boltann eins og við var búist. Þeir voru greinilega búnir að kortleggja okkur vel fyrir leikinn en við héldum sjó og unnum sterkan sigur." Gary Martin átti frábæran leik fyrir Skagamenn í kvöld og lagði upp eina mark leiksins. „Þessi strákur á mikið meira inni en hann sýndi í dag. Hann sýndi frábær tilþrif þegar hann lagði upp markið og mun reynast okkur vel í sumar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kára með því að ýta hér. Ólafur: Fínt að vera laus við frumsýningarskrekkinn„Það er fínt að vera komin í gang og frumsýningarskrekkurinn farinn úr manni, en við erum auðvita ekki sáttir með úrslitin," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið í kvöld. „Við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi þrátt fyrir að vera mun meira með boltann, það vantaði gæði í úrslitasendingar." „Við létum lítið reyna á markmanninn þeirra og náðum varla að skapa okkur hættulegt marktækifæri." „Við klikkum á grundvallaratriði þegar þeir skora markið og þurfum að skoða það betur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því ýta hér. Jóhannes Karl: Ég var mjög spenntur fyrir þessum leik„Ég var svakalega spenntur fyrir þessum leik og virkilega gaman að vera komin til baka eftir fjórtán ára fjarveru," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Við lékum bara heilt yfir vel og maður er auðvita sáttur með þrjú stig í fyrsta leik. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur af okkar hálfu en við héldum varnarleiknum samt alltaf fínum og Blikar áttu í erfileikum með að opna okkur." „Við ræddum um það í hálfleik að byrja spila boltanum meira á milli okkar og reyna að teygja á vörn Blika. Mér fannst við ná því nokkuð vel og það endaði með marki."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhannes með því að ýta hér.Mynd/Pjetur Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Skagamenn byrja tímabilið frábærlega en liðið bara sigur úr býtum, 1-0, gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í kvöld. Það var varamaðurinn Jón Vilhelm Ákason sem skoraði eina mark leiksins eftir frábæran undirbúning frá Gary Martin. Leikurinn hófst virkilega rólega og mikil vorbragur á leik beggja liða. Heimamenn voru sprækari og sýndu ágætis tilþrif sóknarlega en á sama tíma voru Skagamenn alveg andlausir og virkilega bragðdaufir. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir skelfilegan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mikið mun skárri og liðin bæði töluvert hressari. Skagamenn fóru að láta boltann vinna og reyndu eins og þeir gátu að teygja á þéttri vörn Blika. Bætt spilamennska Skagamanna lagði grunninn að fyrsta markið leiksins. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Gary Martin, leikmaður ÍA, fína sendingu upp hægri kantinn. Englendingurinn lék listilega vel á Kristinn Jónsson, leikmann Breiðabliks, og gaf boltann fyrir markið. Þar tók Jón Vilhelm Ákason vel á móti boltanum og lagði knöttinn í markið alveg óverjandi fyrir Sigmar Inga Sigurðarson markvörð Breiðabliks. Fleiri voru mörkin ekki og Skagamenn unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild karla í knattspyrnu frá árinu 2008. Fínn byrjun hjá nýliðunum. Þórður: Frábær byrjun„Tilfinningin er gríðarlega góð," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir sigurinn. „Við spiluðum ekki góðan sóknarleik í fyrri hálfleiknum en héldum alltaf vörninni sterkri. Í hálfleik töluðum við um að bæta sóknina og keyra meira í bakið á þeim." „Sóknarleikur okkar varð mun markvissari og betri í síðari hálfleiknum og það skóp þennan sigur." „Það er talað um okkur eins og við höfum verið í deildinni í tíu ár og fólk býst við miklu af liðinu, það er bara af hinu góða og við þurfum að standast pressuna." Hægt er að sjá viðtalið við Þórð í heild sinni hér að ofan. Kári: Manni líður vel á þessum velli„Maður þekkir aðstæður hér vel og frábært fyrir okkur að byrja tímabilið á sigri," sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var barningsleikur og þeir voru mun meira með boltann eins og við var búist. Þeir voru greinilega búnir að kortleggja okkur vel fyrir leikinn en við héldum sjó og unnum sterkan sigur." Gary Martin átti frábæran leik fyrir Skagamenn í kvöld og lagði upp eina mark leiksins. „Þessi strákur á mikið meira inni en hann sýndi í dag. Hann sýndi frábær tilþrif þegar hann lagði upp markið og mun reynast okkur vel í sumar."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kára með því að ýta hér. Ólafur: Fínt að vera laus við frumsýningarskrekkinn„Það er fínt að vera komin í gang og frumsýningarskrekkurinn farinn úr manni, en við erum auðvita ekki sáttir með úrslitin," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið í kvöld. „Við náum ekki að skapa okkur nægilega mörg færi þrátt fyrir að vera mun meira með boltann, það vantaði gæði í úrslitasendingar." „Við létum lítið reyna á markmanninn þeirra og náðum varla að skapa okkur hættulegt marktækifæri." „Við klikkum á grundvallaratriði þegar þeir skora markið og þurfum að skoða það betur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því ýta hér. Jóhannes Karl: Ég var mjög spenntur fyrir þessum leik„Ég var svakalega spenntur fyrir þessum leik og virkilega gaman að vera komin til baka eftir fjórtán ára fjarveru," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður ÍA, eftir sigurinn í kvöld. „Við lékum bara heilt yfir vel og maður er auðvita sáttur með þrjú stig í fyrsta leik. Fyrri hálfleikurinn var ekkert sérstakur af okkar hálfu en við héldum varnarleiknum samt alltaf fínum og Blikar áttu í erfileikum með að opna okkur." „Við ræddum um það í hálfleik að byrja spila boltanum meira á milli okkar og reyna að teygja á vörn Blika. Mér fannst við ná því nokkuð vel og það endaði með marki."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Jóhannes með því að ýta hér.Mynd/Pjetur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira