Umfjöllun og viðtöl: FH - Grindavík 1-1 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 6. maí 2012 18:30 Mynd/Daníel Grindavík gerði góða ferð í Kaplakrika þar sem liðið sótti 1-1 jafntefli gegn FH. FH sótti meira í leiknum og var meira með boltann en Grindavík skoraði fyrsta markið á 73. mínútu. FH jafnaði metin úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Grindavík mætti til leiks með fimm manna varnarlínu og sat djúpt og freistaði þess að sækja hratt og láta FH um að stjórna spilinu. Grindavík gaf fá færi á sér og vantaði á köflum hraða og hugmyndaauðgi hjá FH í sóknarleikinn en engu að síður náði liðið að skapa sér nokkur færi en oftar en ekki varði Óskar Pétursson það sem á markið kom. Atli Guðnason gladdi helst augað með fínum tilþrifum í fyrri hálfleik en Grindvíkingum tókst að loka vel á sóknarleik FH í seinni hálfleik og fátt markvert gerðist áður en miðvörðurinn Loic Mbang Ondo skoraði af stutt færi á 73. mínútu eftir flotta sendingu frá Scott Ramsay. Heimir Guðjónsson þjálfari FH brást við með tvöfaldri skiptingu og hún skilaði sér með marki á 84. mínútu þegar Björn Daníel Sverrisson skoraði úr vítaspyrnu sem Ólafur Páll Snorrason fékk með því að skalla boltann í hönd Rays Anthony Jónssonar. FH átti mun fleiri skot að marki en náði ekki að nýta þau færi sem liðið fékk. Grindavík gefur ekki mörg færi á sér og miðað við leikinn í kvöld verður erfitt að leika gegn liðinu. Liðið er skipulagt liggur vel til baka og sækir hratt með líkamlega sterka framherja. FH lenti í því áfalli fyrir leik að Bjarki Gunnlaugsson meiðist og í kjölfarið meiddist Hólmar Örn Rúnarsson sem átti að koma inn í liðið fyrir hann. Fyrir vikið riðlaðist undirbúningur FH og Atli Viðar Björnsson fékk það hlutverk að leika fyrir aftan Albert Brynjar Ingason. Atli Viðar fékk þó eitt besta færi FH en var ekki á skotskónum í kvöld. Heimir: Annað en þrjú stig er vonbrigði"Mér fannst við sterkari aðilinn í leiknum. Boltinn gekk ágætlega á köflum hjá okkur. Við náðum að skapa okkur góð færi en það hefði mátt vera meiri hraði í spilinu hjá okkur. Engu að síður fengum við góð færi en Óskar var góður í markinu hjá þeim og varði oft vel," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í leikslok. "Við fengum þrjú mjög góð færi í fyrri hálfleik en það vantaði að þetta gengi hraðar því þeir spiluðu stífan varnarleik. Þegar þú spilar hraðar þá er auðveldara að opna varnir en við sýndum karakter eftir að við lentum undir. Við jöfnuðum og fengum færi til að klára leikinn," sagði Heimir en liðið lék af meiri ákefð og spilaði boltanum hraðar eftir að liðið lenti undir. "Það á ekki að þurfa áfall til að menn spýti í lófana, það á að vera alveg nóg að vera á heimavelli og spila fyrir framan frábæra stuðningsmenn FH. Þar ætlum við okkur alltaf þrjú stig, annað er vonbrigði. "Við höfum spilað á móti Grindavík áður og það kom ekkert á óvart í þeirra leik. Þeir spila sterkan varnarleik og svo eru þeir með tvo öfluga framherja, bæði Ameobi og Pape sem eru hættulegir hvaða vörn sem er," sagði Heimir að lokum. Guðjón: Þetta var fyrsta útgáfan af Grindavík í sumar"Hefðir þú spurt mig í gær hvort ég hefði þegið jafntefli þá hefði ég sagt já en ég hefði getað hugsað mér að halda þetta út og mér fannst það harður dómur að fá á okkur víti undir þessum kringumstæðum. Það er meter á milli manna og það er nýbúið að tala um þetta með dómurunum hvort það sé ásetningshendi eða ekki ásettningshendi. Mér fannst þetta harður dómur en það segir sína sögu að þeir þurftu víti til að koma sér inn í leikinn," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur í leikslok. "Ég var ágætlega sáttur við það sem við vorum að reyna að framkvæmi í grófum dráttum. Ég var heilt yfir ánægður með varnarleikinn. Samt voru FH-ingar að fá tvö, þrjú færi þar sem þeir hefðu getað gert betur, sama var með okkur. Pape var einn í gegn og tvisvar þrisvar hefði ég viljað að við værum aðeins rólegri á boltann í sóknartilburðum okkar. Það kemur. Þetta er erfiður útivöllur og heilt yfir er ég ánægður með að fá stig hérna. "Ég er búin að sjá liðin í deildinni og ég veit að við getum farið og látið finna fyrir okkur hvert sem við förum og ég held að þetta hafi verið ágætis áminnig um að við meinum það sem við ætlum að gera með að fara í Kaplakrika og fara ekki tómhentir í burtu," sagði Guðjón en lið hans varðist vel og sótti hratt með löngum spyrnum og vantaði stundum að liðið kæmi Scott Ramsay meira inn í spilið. "Við sjáum að Scotty sýndi galdrana sína úti í horni þegar við skorum. Hann er baneitraður og skemmtilegur knattspyrnumaður en við þurfum að róa okkur á boltanum. Leikkerfið er þannig að það eru allir varnarmenn þegar við erum boltalausir. FH-ingar færa boltann ágætlega til en það var ekki mikið um stórar opnanir á okkur. Það skiptir máli að leika agaðan varnarleik og það er mikil vinna sem felst í því ef það er gert vel og Grindavík hefur fengið mikið af mörkum á sig síðustu ár og það er eitthvað sem verður að stoppa. Þetta er fyrsta útgáfan að því og saman munum við öðlast meiri tiltrú á því sem við erum að gera og öðlast meiri ró á boltann og bæta sóknarleikinn. Það er til staðar ákveðnir möguleikar í þessu liði og framherjarnir eru hættulegir. Við erum eitt af fáum liðum á landinu sem spilar með tvo sentera. Það gera það ekki mörg lið í dag," sagði Guðjón sem reiknar með að styrkja liðið fyrir leikinn gegn Keflavík á fimmtudaginn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Grindavík gerði góða ferð í Kaplakrika þar sem liðið sótti 1-1 jafntefli gegn FH. FH sótti meira í leiknum og var meira með boltann en Grindavík skoraði fyrsta markið á 73. mínútu. FH jafnaði metin úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Grindavík mætti til leiks með fimm manna varnarlínu og sat djúpt og freistaði þess að sækja hratt og láta FH um að stjórna spilinu. Grindavík gaf fá færi á sér og vantaði á köflum hraða og hugmyndaauðgi hjá FH í sóknarleikinn en engu að síður náði liðið að skapa sér nokkur færi en oftar en ekki varði Óskar Pétursson það sem á markið kom. Atli Guðnason gladdi helst augað með fínum tilþrifum í fyrri hálfleik en Grindvíkingum tókst að loka vel á sóknarleik FH í seinni hálfleik og fátt markvert gerðist áður en miðvörðurinn Loic Mbang Ondo skoraði af stutt færi á 73. mínútu eftir flotta sendingu frá Scott Ramsay. Heimir Guðjónsson þjálfari FH brást við með tvöfaldri skiptingu og hún skilaði sér með marki á 84. mínútu þegar Björn Daníel Sverrisson skoraði úr vítaspyrnu sem Ólafur Páll Snorrason fékk með því að skalla boltann í hönd Rays Anthony Jónssonar. FH átti mun fleiri skot að marki en náði ekki að nýta þau færi sem liðið fékk. Grindavík gefur ekki mörg færi á sér og miðað við leikinn í kvöld verður erfitt að leika gegn liðinu. Liðið er skipulagt liggur vel til baka og sækir hratt með líkamlega sterka framherja. FH lenti í því áfalli fyrir leik að Bjarki Gunnlaugsson meiðist og í kjölfarið meiddist Hólmar Örn Rúnarsson sem átti að koma inn í liðið fyrir hann. Fyrir vikið riðlaðist undirbúningur FH og Atli Viðar Björnsson fékk það hlutverk að leika fyrir aftan Albert Brynjar Ingason. Atli Viðar fékk þó eitt besta færi FH en var ekki á skotskónum í kvöld. Heimir: Annað en þrjú stig er vonbrigði"Mér fannst við sterkari aðilinn í leiknum. Boltinn gekk ágætlega á köflum hjá okkur. Við náðum að skapa okkur góð færi en það hefði mátt vera meiri hraði í spilinu hjá okkur. Engu að síður fengum við góð færi en Óskar var góður í markinu hjá þeim og varði oft vel," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í leikslok. "Við fengum þrjú mjög góð færi í fyrri hálfleik en það vantaði að þetta gengi hraðar því þeir spiluðu stífan varnarleik. Þegar þú spilar hraðar þá er auðveldara að opna varnir en við sýndum karakter eftir að við lentum undir. Við jöfnuðum og fengum færi til að klára leikinn," sagði Heimir en liðið lék af meiri ákefð og spilaði boltanum hraðar eftir að liðið lenti undir. "Það á ekki að þurfa áfall til að menn spýti í lófana, það á að vera alveg nóg að vera á heimavelli og spila fyrir framan frábæra stuðningsmenn FH. Þar ætlum við okkur alltaf þrjú stig, annað er vonbrigði. "Við höfum spilað á móti Grindavík áður og það kom ekkert á óvart í þeirra leik. Þeir spila sterkan varnarleik og svo eru þeir með tvo öfluga framherja, bæði Ameobi og Pape sem eru hættulegir hvaða vörn sem er," sagði Heimir að lokum. Guðjón: Þetta var fyrsta útgáfan af Grindavík í sumar"Hefðir þú spurt mig í gær hvort ég hefði þegið jafntefli þá hefði ég sagt já en ég hefði getað hugsað mér að halda þetta út og mér fannst það harður dómur að fá á okkur víti undir þessum kringumstæðum. Það er meter á milli manna og það er nýbúið að tala um þetta með dómurunum hvort það sé ásetningshendi eða ekki ásettningshendi. Mér fannst þetta harður dómur en það segir sína sögu að þeir þurftu víti til að koma sér inn í leikinn," sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur í leikslok. "Ég var ágætlega sáttur við það sem við vorum að reyna að framkvæmi í grófum dráttum. Ég var heilt yfir ánægður með varnarleikinn. Samt voru FH-ingar að fá tvö, þrjú færi þar sem þeir hefðu getað gert betur, sama var með okkur. Pape var einn í gegn og tvisvar þrisvar hefði ég viljað að við værum aðeins rólegri á boltann í sóknartilburðum okkar. Það kemur. Þetta er erfiður útivöllur og heilt yfir er ég ánægður með að fá stig hérna. "Ég er búin að sjá liðin í deildinni og ég veit að við getum farið og látið finna fyrir okkur hvert sem við förum og ég held að þetta hafi verið ágætis áminnig um að við meinum það sem við ætlum að gera með að fara í Kaplakrika og fara ekki tómhentir í burtu," sagði Guðjón en lið hans varðist vel og sótti hratt með löngum spyrnum og vantaði stundum að liðið kæmi Scott Ramsay meira inn í spilið. "Við sjáum að Scotty sýndi galdrana sína úti í horni þegar við skorum. Hann er baneitraður og skemmtilegur knattspyrnumaður en við þurfum að róa okkur á boltanum. Leikkerfið er þannig að það eru allir varnarmenn þegar við erum boltalausir. FH-ingar færa boltann ágætlega til en það var ekki mikið um stórar opnanir á okkur. Það skiptir máli að leika agaðan varnarleik og það er mikil vinna sem felst í því ef það er gert vel og Grindavík hefur fengið mikið af mörkum á sig síðustu ár og það er eitthvað sem verður að stoppa. Þetta er fyrsta útgáfan að því og saman munum við öðlast meiri tiltrú á því sem við erum að gera og öðlast meiri ró á boltann og bæta sóknarleikinn. Það er til staðar ákveðnir möguleikar í þessu liði og framherjarnir eru hættulegir. Við erum eitt af fáum liðum á landinu sem spilar með tvo sentera. Það gera það ekki mörg lið í dag," sagði Guðjón sem reiknar með að styrkja liðið fyrir leikinn gegn Keflavík á fimmtudaginn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira