Enski boltinn

Slagsmál fyrir utan búningsklefana í hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Lögregla þurfti að skakka leikinn þegar að átök brutust út á milli leikmanna Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Samkvæmt fréttavef Sky Sports munu leikmenn hafa tekist á fyrir utan búningsklefa liðanna skömmu eftir að flautað var til hálfleiks í dag.

Staðan var þá markalaus en United vann að lokum 2-1 sigur eftir að Wayne Rooney skoraði tvívegis í upphafi síðari hálfleiks.

Fyrir leikinn neitaði Luis Suarez að taka í hönd Patrice Evra og andaði köldu á milli leikmanna liðanna í allan dag. Eftir leikinn steig Evra sigurdans fyrir framan Evra, leikmönnum Liverpool til mikillar reiði.

Engar frekari fregnir hafa borist af átökunum í leikhlénu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×