Íslenski boltinn

Haraldur Björnsson búinn að semja við Sarpsborg | Kaupa hann frá Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haraldur Björnsson í leik á móti Dönum á EM U21 landsliða.
Haraldur Björnsson í leik á móti Dönum á EM U21 landsliða. Mynd/Anton
Haraldur Björnsson spilar ekki með Valsmönnum í Pepsi-deild karla í sumar því það var tilkynnt á heimasíðu norska félagsins Sarpsborg 08 í dag að íslenski markvörðurinn sé búinn að skrifa undir þriggja ára samning við norska b-deildarfélagið.

Haraldur átti eftir tvö ár af samningi sínum við Val en norska félagið hefur náð samkomulagi við Valsmenn um kaupverð. Valsmenn munu því treysta því á markverðina Sindra Snæ´Jensson og Ásgeir Þór Magnússon í sumar.

Haraldur er 23 ára gamall og var aðalmarkvörður 21 árs landsliðsins sem komast alla leið í úrslitakeppni EM síðasta sumar. Hann var líka í hóp með A-landsliðinu á síðasti ári.

„Björnsson er kominn og við erum búnir að skrifa undir pappírana. Hann er góður markvörður sem er óhræddur að koma út í teiginn með alla sína 192 sentímetra," sagði Bjørn Inge Nilsen, íþróttastjóri Sarpsborg 08 á heimasíðu félagsins.

Haraldur Björnsson æfði með norska félaginu í nóvember ásamt þeim Alberti Brynjari Ingasyni og Kjartani Ágústi Breiðdal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×