Bob Iger, forstjóri Disney, tilkynnti að öll starfsemi Lucasfilms muni renna inn í Walt Disney. Þar með eignast Disney allan söguheiminn sem George Lucas hefur byggt upp, en það eru nú yfir 17 þúsund persónur sem lifa á nokkur þúsund plánetum. Því getur Disney auðveldlega haldið áfram með söguna og það ætlar fyrirtækið sér svo sannarlega að gera, því aðdáendur mega búast við því að ný Star Wars mynd líti dagsins ljós á tveggja ára fresti samkvæmt upplýsingum sem koma fram á þessu bloggi.
George Lucas mun sjálfur starfa sem skapandi ráðgjafi við gerð sjöundu Star Wars myndarinnar.
Hér er hægt að lesa fréttatilkynningu frá Disney þar sem fjallað er ítarlega um samrunann.
