Enski boltinn

Gerrard: Langar að spila undir stjórn Mourinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gerrard og Mourinho takast í hendur eftir leik Chelsea og Liverpool árið 2005.
Gerrard og Mourinho takast í hendur eftir leik Chelsea og Liverpool árið 2005.
Steven Gerrard, fyrirliði, segist gjarnan vilja fá tækifæri til að spila undir stjórn Jose Mourinho sem nú stýrir Real Madrid.

„Ég væri til í að spila fyrir Mourinho - þann sérstaka," er haft eftir Gerrard í The Sun í dag. Þá greinir Gerrard frá því að hann hafi hafnað Mourinho þrívegis á sínum ferli.

Fyrst árið 2004 en þá var Mourinho stjóri Chelsea. Mourinho reyndi svo aftur að fá hann ári síðar en Gerrard hafnaði honum aftur.

Gerrard hugsaði sig þó vandlega um. „Liverpool var í raun ekki að gera atlögu að neinum titlum þá og þetta var því eitthvað sem ég hugsaði um," sagði Gerrard.

„Ég sagði því nei tvisvar en þetta kom svo aftur upp þegar hann fór til Real Madrid fyrir tveimur árum síðan. Það eru margir leikmenn sem gera allt til að fara til félaga eins og Real Madrid og Barcelona en ég er ekki þannig."

Gerrard segir að Xabi Alonso sé besti leikmaðurinn sem hann hafi spilað með á ferlinum en Alonso var á mála hjá Liverpool í fimm ár. Hann er nú hjá Real Madrid.

„Ég væri til í að fá Xabo Alonso til baka. Hann er besti miðjumaðurinn sem ég hef spilað með og ég sakna hans."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×