Enski boltinn

Liverpool verður mögulega refsað vegna Dempsey

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Clint Dempsey fagnar marki í leik með Tottenham.
Clint Dempsey fagnar marki í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Enska blaðið Telegraph greinir frá því í dag að Fulham hafi enn fullan hug á að sækja mál sitt gegn Liverpool en síðarnefnda félagið er sakað um að hafa brotið reglur þegar þeir reyndu að kaupa Clint Dempsey.

Fulham seldi svo Dempsey til Tottenham en Liverpool hafði mikinn áhuga á kappanum á síðustu dögum félagaskiptagluggans í ágúst síðastliðnum.

Heimasíða New England Sports Network birti svo frétt þess efnis að Liverpool hefði gengið frá kaupunum á Dempsey sem reyndist vitanlega ekki rétt. NESN er í eigu sömu aðila og eiga Liverpool.

Liverpool er sagt ætla að verja sína stöðu með kjafti og klóm en verði félagið sakfellt er mögulegt að það verði beitt sektum og stig jafnvel dregin af liðinu.

Þrjú stig voru dregin af Chelsea á sínum tíma fyrir að ræða við Ashley Cole, sem þá var samningsbundinn Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×