Suarez og Evra hittast á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2012 09:00 Fyrir 119 dögum. Patrice Evra og Luis Suárez í leik Manchester United og Liverpool á Anfield í október.afp Þeir gerast ekki stærri leikirnir í enska boltanum en leikir Manchester United og Liverpool, tveggja sigursælustu félaganna í sögu enskrar knattspyrnu. Fyrri tvær viðureignir liðanna í vetur hafa aðeins ýtt undir spennuna og eftirvæntinguna fyrir leikinn á Old Trafford í dag, ekki síst vegna málsins sem kom upp í deildarleik liðanna á Anfield í októbermánuði. Patrice Evra, bakvörður Manchester United, sakaði Luis Suárez, framherja Liverpool, um kynþáttaníð eftir leikinn og Úrúgvæmaðurinn var síðan dæmdur í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu. Málið fór strax hátt í öllum fjölmiðlum og hefur ekki þagnað síðan. Í raun má segja að menn hafi í raun beðið eftir því í 119 daga að þeir Suárez og Evra hittust á ný og í dag er komið að því. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, og Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hafa undanfarna fjóra mánuði þurft að svara óteljandi spurningum um mál þeirra Suárez og Evra. „Allir þeir sem koma að þessum leik með einum eða öðrum hætti, þar á meðal fjölmiðlar, stuðningsmenn og liðin sjálf, bera þá ábyrgð að þessa leiks verði aðeins minnst fyrir frábæran fótbolta en ekki einhvers annars," sagði Kenny Dalglish og bætti við: „Ég veit að allir vilja tala um Luis Suárez en hann er búinn að taka út sitt bann og er kominn aftur til baka. Það er kominn tími til að við komumst yfir þetta mál og höldum áfram," sagði Dalglish. „Við ætlum bara að halda áfram að sinna okkar starfi. Við höfum haldið okkar virðingu í gegnum allt þetta mál og ætlum bara að einbeita okkur að leiknum. Liverpool-menn hafa tjáð sig mikið um málið, en við höfum haldið okkur til hlés og það er að mínu mati rétta leiðin í svona málum," sagði Sir Alex Ferguson. Flestir knattspyrnuáhugamenn munu þó örugglega bíða spenntastir eftir því hvort þeir Luis Suárez og Patrice Evra heilsist fyrir leik og hvernig barátta þeirra á vellinum eigi eftir að þróast. Það er líka spurning hvort fleiri hljóðnemar eða fleiri myndavélar verði á vellinum fari svo að það sjóði aftur upp á milli þeirra. Eitt er nokkuð öruggt að Suárez mun draga sig út til hægri og sækja ítrekað á Patrice Evra því annars væri hann ekki að spila sinn leik. „Ég hef talað við Luis og ég veit að hann mun taka í höndina á Patrice Evra og öðrum leikmönnum Manchester United fyrir leikinn," sagði Dalglish og Ferguson hefur ekki miklar áhyggjur af einu mest umtalaða handabandi í langan tíma. „Ég hef ekki einu sinni hugsað um það og það er ekkert til umræðu og hefur aldrei verið til umfjöllunar innan okkar raða. Við erum bara að einbeita okkur að þessum fótboltaleik," sagði Sir Alex Ferguson. Manchester United hefur unnið 7 af 8 síðustu leikjum sínum í deild og bikar á móti Liverpool á Old Trafford og fær hér kjörið tækifæri til að hefna fyrir bikartapið á Anfield í síðasta mánuði. Það má líka búast við því að annað liðið fagni sigri í dag því jafntefli liðanna í október var aðeins annað af tveimur jafnteflum liðanna í síðustu 23 deildarleikjum. Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 12.45 í dag. Luis Suárez og Patrice Evra eru bara tveir af 22 frábærum fótboltamönnum á vellinum og allir þeirra vita fátt verra en að tapa á móti erkifjendunum. Það verður því barist fyrir hverjum bolta í 90 mínútur á Old Trafford. Stigin þrjú eru líka liðunum afar mikilvæg, United á í titilbaráttu við City og Liverpool-menn lifa enn í voninni um sæti í Meistaradeildinni. Sigur í þessum leik væri stórt skref í átt að því að ná þeim markmiðum. Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Þeir gerast ekki stærri leikirnir í enska boltanum en leikir Manchester United og Liverpool, tveggja sigursælustu félaganna í sögu enskrar knattspyrnu. Fyrri tvær viðureignir liðanna í vetur hafa aðeins ýtt undir spennuna og eftirvæntinguna fyrir leikinn á Old Trafford í dag, ekki síst vegna málsins sem kom upp í deildarleik liðanna á Anfield í októbermánuði. Patrice Evra, bakvörður Manchester United, sakaði Luis Suárez, framherja Liverpool, um kynþáttaníð eftir leikinn og Úrúgvæmaðurinn var síðan dæmdur í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu. Málið fór strax hátt í öllum fjölmiðlum og hefur ekki þagnað síðan. Í raun má segja að menn hafi í raun beðið eftir því í 119 daga að þeir Suárez og Evra hittust á ný og í dag er komið að því. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, og Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hafa undanfarna fjóra mánuði þurft að svara óteljandi spurningum um mál þeirra Suárez og Evra. „Allir þeir sem koma að þessum leik með einum eða öðrum hætti, þar á meðal fjölmiðlar, stuðningsmenn og liðin sjálf, bera þá ábyrgð að þessa leiks verði aðeins minnst fyrir frábæran fótbolta en ekki einhvers annars," sagði Kenny Dalglish og bætti við: „Ég veit að allir vilja tala um Luis Suárez en hann er búinn að taka út sitt bann og er kominn aftur til baka. Það er kominn tími til að við komumst yfir þetta mál og höldum áfram," sagði Dalglish. „Við ætlum bara að halda áfram að sinna okkar starfi. Við höfum haldið okkar virðingu í gegnum allt þetta mál og ætlum bara að einbeita okkur að leiknum. Liverpool-menn hafa tjáð sig mikið um málið, en við höfum haldið okkur til hlés og það er að mínu mati rétta leiðin í svona málum," sagði Sir Alex Ferguson. Flestir knattspyrnuáhugamenn munu þó örugglega bíða spenntastir eftir því hvort þeir Luis Suárez og Patrice Evra heilsist fyrir leik og hvernig barátta þeirra á vellinum eigi eftir að þróast. Það er líka spurning hvort fleiri hljóðnemar eða fleiri myndavélar verði á vellinum fari svo að það sjóði aftur upp á milli þeirra. Eitt er nokkuð öruggt að Suárez mun draga sig út til hægri og sækja ítrekað á Patrice Evra því annars væri hann ekki að spila sinn leik. „Ég hef talað við Luis og ég veit að hann mun taka í höndina á Patrice Evra og öðrum leikmönnum Manchester United fyrir leikinn," sagði Dalglish og Ferguson hefur ekki miklar áhyggjur af einu mest umtalaða handabandi í langan tíma. „Ég hef ekki einu sinni hugsað um það og það er ekkert til umræðu og hefur aldrei verið til umfjöllunar innan okkar raða. Við erum bara að einbeita okkur að þessum fótboltaleik," sagði Sir Alex Ferguson. Manchester United hefur unnið 7 af 8 síðustu leikjum sínum í deild og bikar á móti Liverpool á Old Trafford og fær hér kjörið tækifæri til að hefna fyrir bikartapið á Anfield í síðasta mánuði. Það má líka búast við því að annað liðið fagni sigri í dag því jafntefli liðanna í október var aðeins annað af tveimur jafnteflum liðanna í síðustu 23 deildarleikjum. Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 12.45 í dag. Luis Suárez og Patrice Evra eru bara tveir af 22 frábærum fótboltamönnum á vellinum og allir þeirra vita fátt verra en að tapa á móti erkifjendunum. Það verður því barist fyrir hverjum bolta í 90 mínútur á Old Trafford. Stigin þrjú eru líka liðunum afar mikilvæg, United á í titilbaráttu við City og Liverpool-menn lifa enn í voninni um sæti í Meistaradeildinni. Sigur í þessum leik væri stórt skref í átt að því að ná þeim markmiðum.
Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira