Enski boltinn

Beckham gæti spilað með Man. Utd. í kveðjuleik Gary Neville

Stefán Árni Pálsson skrifar
Beckham gæti spilað fyrir Man. Utd. síðar í mánuðnum. Mynd. / Getty Images
Beckham gæti spilað fyrir Man. Utd. síðar í mánuðnum. Mynd. / Getty Images
Svo gæti farið að David Beckham, núverandi leikmaður LA Galaxy og fyrrverandi leikmaður Man. Utd., leiki með Manchester United í kveðjuleik Gary Neville gegn Juventus þann 24. maí, en sérstakur leikur hefur verið settur upp honum til heiðurs

Beckham mun vera virkilega spenntur fyrir tilboðinu en þarf smá tíma til að hugsa málið yfir. Nicky Butt og  Phil Neville hafa báðir staðfest komu sína og munu þeir spila fyrir Manchester United.

Leikurinn á að vera einskonar endurgerð af undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu frá árinu 1999 þegar liðin mættust. Þar fór Man. Utd. með sigur af hólmi og vann síðan að lokum keppnina í einum frægasta úrslitaleik allra tíma gegn Bayern München.

Paul Scholes og Ryan Giggs verða auðvita á sínum stað í liði Manchester og því vantar í raun aðeins Beckham til að sameina þennan merkilega árgang sem allir eru uppaldir leikmenn Manchester United.  

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×