Enski boltinn

Man. City leikur í Meistaradeildinni á næstu leiktíð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Peter Crouch með böggum hildar eftir að hafa skorað sjálfsmark.
Peter Crouch með böggum hildar eftir að hafa skorað sjálfsmark.
Man. City tryggði sér í kvöld sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. City lagði þá Spurs, 1-0, og gulltryggði um leið fjórða sætið í deildinni.

Eina mark leiksins var slysalegt sjálfsmark hjá framherja Tottenham, Peter Crouch.

City er aðeins tveim stigum á eftir Arsenal og gæti því endað í þriðja sæti þegar upp er staðið.

Spurs er enn í sjötta sæti deildarinnar, tveim stigum á eftir Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×