Le Pen gagnrýnir barnaskap Norðmanna 30. júlí 2011 16:42 Mynd/AP Jean-Marie Le Pen, sem hefur verið með umdeildari stjórnmálamönnum Evrópu um árabil, segir norsk stjórnvöld sek um barnaskap þegar kemur að innflytjendum og fjölmenningarstefnu. Stjórnvöld og almenningur hafa sofið á verðinum hvað þann málaflokk varðar og það er verra en árásir Anders Behring Breivik, að mati Le Pen. Le Pen, sem verið hefur í fararbroddi Franska þjóðarflokksins í áratugi, hefur fimm sinnum sóst eftir því að verða forseti en aldrei náð kjöri. Hann komst næst því árið 2002 þegar hann atti kappi við Jacques Chirac, sitjandi forseta, í seinni umferð frönsku forsetakosninganna. Dóttir hans Marine er nú leiðtogi og forsetaefnis flokksins, en næstu forstakosningar fara fram á næsta ári. Flokkurinn hefur verið þekktur fyrir harða stefnu í innflytjendamálum og hefur Le Pen sjálfur meðal annars verið að dæmdur fyrir ummæli í tengslum við Helförina. Le Pen birtir vikulega myndbandsupptökur á heimasíðu Franska þjóðarflokksins þar sem hann fer yfir málefni líðandi stundar. Þar gagnrýnir hann sem fyrr segir stjórnvöld og almenning í Noregi. Í samtali við Reuters-fréttaveituna í dag segist Le Pen ekki hafa verið að gera lítið úr voðaverkum Breiviks í Osló og Útey. Ljóst sé að þar sé á ferðinni afar sjúkur maður. Árásirnar sýni hins vegar að norsk stjórnvöld hafi ekki brugðist við hættunni sem fylgi innflytjendum og fjölmenningarstefnunni sem einkenni mörg ríki Evrópu. Í um 1500 blaðsíða stefnuyfirlýsingu sem Breivik stendi frá sér stuttu fyrir fjöldamorðin sem hann framdi í Osló og Útey gagnrýnir hann útbreiðslu múslima um Evrópu, en segir það sóun á orku og tíma að ráðast að múslimunum. Þess í stað þurfi að ráðast að rót vandans, sem að hans mati eru áhrifamenn sem gera múslimum kleift að dafna í álfunni. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Jean-Marie Le Pen, sem hefur verið með umdeildari stjórnmálamönnum Evrópu um árabil, segir norsk stjórnvöld sek um barnaskap þegar kemur að innflytjendum og fjölmenningarstefnu. Stjórnvöld og almenningur hafa sofið á verðinum hvað þann málaflokk varðar og það er verra en árásir Anders Behring Breivik, að mati Le Pen. Le Pen, sem verið hefur í fararbroddi Franska þjóðarflokksins í áratugi, hefur fimm sinnum sóst eftir því að verða forseti en aldrei náð kjöri. Hann komst næst því árið 2002 þegar hann atti kappi við Jacques Chirac, sitjandi forseta, í seinni umferð frönsku forsetakosninganna. Dóttir hans Marine er nú leiðtogi og forsetaefnis flokksins, en næstu forstakosningar fara fram á næsta ári. Flokkurinn hefur verið þekktur fyrir harða stefnu í innflytjendamálum og hefur Le Pen sjálfur meðal annars verið að dæmdur fyrir ummæli í tengslum við Helförina. Le Pen birtir vikulega myndbandsupptökur á heimasíðu Franska þjóðarflokksins þar sem hann fer yfir málefni líðandi stundar. Þar gagnrýnir hann sem fyrr segir stjórnvöld og almenning í Noregi. Í samtali við Reuters-fréttaveituna í dag segist Le Pen ekki hafa verið að gera lítið úr voðaverkum Breiviks í Osló og Útey. Ljóst sé að þar sé á ferðinni afar sjúkur maður. Árásirnar sýni hins vegar að norsk stjórnvöld hafi ekki brugðist við hættunni sem fylgi innflytjendum og fjölmenningarstefnunni sem einkenni mörg ríki Evrópu. Í um 1500 blaðsíða stefnuyfirlýsingu sem Breivik stendi frá sér stuttu fyrir fjöldamorðin sem hann framdi í Osló og Útey gagnrýnir hann útbreiðslu múslima um Evrópu, en segir það sóun á orku og tíma að ráðast að múslimunum. Þess í stað þurfi að ráðast að rót vandans, sem að hans mati eru áhrifamenn sem gera múslimum kleift að dafna í álfunni.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira