Le Pen gagnrýnir barnaskap Norðmanna 30. júlí 2011 16:42 Mynd/AP Jean-Marie Le Pen, sem hefur verið með umdeildari stjórnmálamönnum Evrópu um árabil, segir norsk stjórnvöld sek um barnaskap þegar kemur að innflytjendum og fjölmenningarstefnu. Stjórnvöld og almenningur hafa sofið á verðinum hvað þann málaflokk varðar og það er verra en árásir Anders Behring Breivik, að mati Le Pen. Le Pen, sem verið hefur í fararbroddi Franska þjóðarflokksins í áratugi, hefur fimm sinnum sóst eftir því að verða forseti en aldrei náð kjöri. Hann komst næst því árið 2002 þegar hann atti kappi við Jacques Chirac, sitjandi forseta, í seinni umferð frönsku forsetakosninganna. Dóttir hans Marine er nú leiðtogi og forsetaefnis flokksins, en næstu forstakosningar fara fram á næsta ári. Flokkurinn hefur verið þekktur fyrir harða stefnu í innflytjendamálum og hefur Le Pen sjálfur meðal annars verið að dæmdur fyrir ummæli í tengslum við Helförina. Le Pen birtir vikulega myndbandsupptökur á heimasíðu Franska þjóðarflokksins þar sem hann fer yfir málefni líðandi stundar. Þar gagnrýnir hann sem fyrr segir stjórnvöld og almenning í Noregi. Í samtali við Reuters-fréttaveituna í dag segist Le Pen ekki hafa verið að gera lítið úr voðaverkum Breiviks í Osló og Útey. Ljóst sé að þar sé á ferðinni afar sjúkur maður. Árásirnar sýni hins vegar að norsk stjórnvöld hafi ekki brugðist við hættunni sem fylgi innflytjendum og fjölmenningarstefnunni sem einkenni mörg ríki Evrópu. Í um 1500 blaðsíða stefnuyfirlýsingu sem Breivik stendi frá sér stuttu fyrir fjöldamorðin sem hann framdi í Osló og Útey gagnrýnir hann útbreiðslu múslima um Evrópu, en segir það sóun á orku og tíma að ráðast að múslimunum. Þess í stað þurfi að ráðast að rót vandans, sem að hans mati eru áhrifamenn sem gera múslimum kleift að dafna í álfunni. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira
Jean-Marie Le Pen, sem hefur verið með umdeildari stjórnmálamönnum Evrópu um árabil, segir norsk stjórnvöld sek um barnaskap þegar kemur að innflytjendum og fjölmenningarstefnu. Stjórnvöld og almenningur hafa sofið á verðinum hvað þann málaflokk varðar og það er verra en árásir Anders Behring Breivik, að mati Le Pen. Le Pen, sem verið hefur í fararbroddi Franska þjóðarflokksins í áratugi, hefur fimm sinnum sóst eftir því að verða forseti en aldrei náð kjöri. Hann komst næst því árið 2002 þegar hann atti kappi við Jacques Chirac, sitjandi forseta, í seinni umferð frönsku forsetakosninganna. Dóttir hans Marine er nú leiðtogi og forsetaefnis flokksins, en næstu forstakosningar fara fram á næsta ári. Flokkurinn hefur verið þekktur fyrir harða stefnu í innflytjendamálum og hefur Le Pen sjálfur meðal annars verið að dæmdur fyrir ummæli í tengslum við Helförina. Le Pen birtir vikulega myndbandsupptökur á heimasíðu Franska þjóðarflokksins þar sem hann fer yfir málefni líðandi stundar. Þar gagnrýnir hann sem fyrr segir stjórnvöld og almenning í Noregi. Í samtali við Reuters-fréttaveituna í dag segist Le Pen ekki hafa verið að gera lítið úr voðaverkum Breiviks í Osló og Útey. Ljóst sé að þar sé á ferðinni afar sjúkur maður. Árásirnar sýni hins vegar að norsk stjórnvöld hafi ekki brugðist við hættunni sem fylgi innflytjendum og fjölmenningarstefnunni sem einkenni mörg ríki Evrópu. Í um 1500 blaðsíða stefnuyfirlýsingu sem Breivik stendi frá sér stuttu fyrir fjöldamorðin sem hann framdi í Osló og Útey gagnrýnir hann útbreiðslu múslima um Evrópu, en segir það sóun á orku og tíma að ráðast að múslimunum. Þess í stað þurfi að ráðast að rót vandans, sem að hans mati eru áhrifamenn sem gera múslimum kleift að dafna í álfunni.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira