Íslenski boltinn

Magnús Þórir genginn í raðir Fylkis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Magnús Þórir í leik með Keflavík.
Magnús Þórir í leik með Keflavík.
Keflvíkingurinn Magnús Þórir Matthíasson er orðinn leikmaður Fylkis en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í dag. Þetta kemur fram á Fótbolti.net.

Ásmundur Arnarsson, nýráðinn þjálfari Fylkis, hefur því alls fengið þrjá leikmenn til félagsins síðan hann tók við en auk Magnúsar Þóris eru Björgólfur Takefusa og Árni Freyr Guðnason komnir til félagsins.

Annar Keflvíkingur, Haukur Ingi Guðnason, var svo ráðinn aðstoðarþjálfari en óvíst er hvort að hann muni spila með Fylki næsta sumar.

Magnús Þórir er 21 árs miðju- og sóknarmaður sem spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki með Keflavík sumarið 2007, þá sautján ára gamall. Alls á hann að baki 58 leiki í deild og bikar og hefur hann skorað í þeim tíu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×