Enski boltinn

Mancini: Það verður mjög erfitt að ná United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney og Nemanja Vidic fagna sigri Manchester United í gær.
Wayne Rooney og Nemanja Vidic fagna sigri Manchester United í gær. Mynd/AP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, viðurkenndi eftir tapið á móti nágrönnunum í Manchester United á Old Trafford í gær að það yrði mjög erfitt fyrir sitt lið að ná toppliðinu í þeim ellefu leikjum sem City á eftir.

„Það var aðeins frábært mark sem gat gert út um þennan leik. Sanngjörn úrslit hefði samt verið jafntefli. Við spiluðum mjög vel í þessum leik og ég er stoltur af mínum leikmönnum," sagði Roberto Mancini.

„Ég hélt að við gætum unnið þennan leik. Í stöðunni 1-1 fannst mér við eiga möguleika á því að vinna leikinn. Þá kom þetta frábært mark frá Rooney og það breytti leiknum," sagði Mancini.

Eftir tapið þá er City átta stigum á eftir United og er auk þess búið að spila einum leik meira.

„Það verður mjög erfitt að ná United en við verðum að lifa í voninni og halda áfram. Við töpuðum leik í dag sem við áttum ekki skilið að tapa og kannski förum við líka að vinna leiki sem við eigum kannski ekki skilið að vinna," sagði Ítalinn smekklegi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×