Milljarðarnir að verða sjö 20. ágúst 2011 00:00 Indverjum fjölgar hraðast Um miðja þessa öld má reikna með því að Indverjar verði orðnir fleiri en Kínverjar.nordicphotos/AFP Mannkyninu hefur fjölgað hratt síðustu áratugina. Síðar á þessu ári er reiknað með því að við verðum sjö milljarðar alls, samkvæmt nýrri spá franskra fræðimanna sem nota tölur frá Sameinuðu þjóðunum. Örlítið er byrjað að hægja á fjölgun mannkynsins, því tólf ár eru liðin frá því við vorum sex milljarðar talsins en reiknað er með að fjórtán ár líði þangað til áttundi milljarðurinn næst. Um miðja þessa öld má síðan reikna með að við verðum orðin níu milljarðar eða ríflega það. Búist er við að mannfjölgunin haldi síðan áfram allt þar til við náum tíu milljarða markinu undir lok aldarinnar. Ríflega helmingur mannkyns býr í sjö fjölmennustu ríkjum jarðar. Fjölmennastir eru Kínverjar, sem eru 1,33 milljarðar, en næst koma Indverjar sem eru 1,17 milljarðar. Innan fárra áratuga munu Indverjar reyndar verða orðnir fleiri en Kínverjar. Þriðja fjölmennasta landið er Bandaríkin með 307 milljónir, en þar á eftir koma Indónesar, sem eru 243 milljónir, Brasilíumenn, sem eru 191 milljón, Pakistanar, sem eru 181 milljón og Nígeríubúar, sem eru 162 milljónir talsins. Hraðast fjölgar fólki í Afríkuríkjum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, en einnig í sumum héruðum Afganistans, norðanverðu Indlandi og hluta Arabíuskagans. Þetta eru einmitt þau svæði jarðar þar sem fátæktin er mest og fólk á erfiðast uppdráttar. Hér á Vesturlöndum og annars staðar, þar sem velmegun ríkir að mestu, mun mannfjöldinn að mestu standa í stað. Á þessum svæðum verður fólk hins vegar æ eldra þannig að hlutfall yngra fólks mun lækka. Mannkyninu hefur reyndar fjölgað stöðugt frá árinu 1800 þegar við vorum „ekki nema“ einn milljarður. Tveggja milljarða markið náðist árið 1925 en næstu áratugina þar á eftir tók fjölgunin kipp og árið 1970 var mannfjöldinn orðinn fimm milljarðar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Mannkyninu hefur fjölgað hratt síðustu áratugina. Síðar á þessu ári er reiknað með því að við verðum sjö milljarðar alls, samkvæmt nýrri spá franskra fræðimanna sem nota tölur frá Sameinuðu þjóðunum. Örlítið er byrjað að hægja á fjölgun mannkynsins, því tólf ár eru liðin frá því við vorum sex milljarðar talsins en reiknað er með að fjórtán ár líði þangað til áttundi milljarðurinn næst. Um miðja þessa öld má síðan reikna með að við verðum orðin níu milljarðar eða ríflega það. Búist er við að mannfjölgunin haldi síðan áfram allt þar til við náum tíu milljarða markinu undir lok aldarinnar. Ríflega helmingur mannkyns býr í sjö fjölmennustu ríkjum jarðar. Fjölmennastir eru Kínverjar, sem eru 1,33 milljarðar, en næst koma Indverjar sem eru 1,17 milljarðar. Innan fárra áratuga munu Indverjar reyndar verða orðnir fleiri en Kínverjar. Þriðja fjölmennasta landið er Bandaríkin með 307 milljónir, en þar á eftir koma Indónesar, sem eru 243 milljónir, Brasilíumenn, sem eru 191 milljón, Pakistanar, sem eru 181 milljón og Nígeríubúar, sem eru 162 milljónir talsins. Hraðast fjölgar fólki í Afríkuríkjum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, en einnig í sumum héruðum Afganistans, norðanverðu Indlandi og hluta Arabíuskagans. Þetta eru einmitt þau svæði jarðar þar sem fátæktin er mest og fólk á erfiðast uppdráttar. Hér á Vesturlöndum og annars staðar, þar sem velmegun ríkir að mestu, mun mannfjöldinn að mestu standa í stað. Á þessum svæðum verður fólk hins vegar æ eldra þannig að hlutfall yngra fólks mun lækka. Mannkyninu hefur reyndar fjölgað stöðugt frá árinu 1800 þegar við vorum „ekki nema“ einn milljarður. Tveggja milljarða markið náðist árið 1925 en næstu áratugina þar á eftir tók fjölgunin kipp og árið 1970 var mannfjöldinn orðinn fimm milljarðar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira