HK er ekki alveg búið að gefa upp alla von um að bjarga sér frá falli úr 1. deild karla í fótbolta eftir glæsilegan 3-0 sigur á BÍ/Bolungarvík á Kópavogsvellinum í dag.
HK var án sigurs í fyrstu 17 leikjum tímabilsins og hefði fallið úr deildinni ef liðið hefði tapað þessum leik í dag. Tapið þýðir hinsvegar að Djúpmenn Guðjóns Þórðarsonar eru sjö stigum frá öðru sætinu þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir af mótinu.
Eyþór Helgi Birgisson skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á 41. mínútu og bætti síðan öðru marki við á 75.mínútu. Stefán Jóhann Eggertsson innsiglaði síðan sigurinn á lokamínútunni.
Fjölnir vann 2-0 útisigur á Gróttu í hinum leik dagsins sem fram fór út á Nesi. Aron Sigurðarson og Illugi Þór Gunnarsson skoruðu mörkin samkvæmt upplýsingum frá vefsíðunni fótbolti.net.
HK vann fyrsta sigur sinn í sumar á Djúpmönnum Guðjóns Þórðarsonar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð
Enski boltinn


Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn

Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti




Fleiri fréttir
