Enski boltinn

Stuart Pearce hefur áhuga á því að þjálfa Ólympíulið Breta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuart Pearce með Fabio Capello, þjálfari enska landsliðins.
Stuart Pearce með Fabio Capello, þjálfari enska landsliðins. Mynd/AFP
Stuart Pearce, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, segist hafa áhuga á því að þjálfa fótboltalið Breta á Ólympíuleikunum í London á næsta ári.

Wales, Skotland og Norður-Írland hafa hingað til ekki þorað að vera með í þessu sameiginlega breska landsliði þar sem þau óttast að missa við það sjálfstæði sitt innan FIFA.

„Ég er búinn að vinna lengi með leikmönnum sem eru á þessu aldursbili. Ég væri því mjög áhugasamur um að taka þetta að mér," sagði Pearce í viðtali við The Times of London.

Þjálfari breska liðsins mun þó væntanlega ekki hafa aðgang að bestu leikmönnunum því leikmenn sem spila á Evrópumeistaramótinu sama sumar fá líklega ekki að vera með á Ólympíuleikunum.

Pearce talaði líka um það í viðtalinu að hann myndi sækjast eftir því að leikmenn frá öllum fórum samböndunum tækju þátt í þessu verkefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×