KR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum á Reykjavíkurmóti karla í fótbolta með sigri á Fram í vítakeppni í undanúrslitaleik liðanna í Egilshöllinni í kvöld. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli í venjulegum leiktíma en það var ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni.
KR-ingar skoruðu úr öllum fimm vítaspyrnum sínum í vítakeppninni og Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi markvörður Fram og núverandi markvörður KR, varði aðra spyrnu Framliðsins frá Jón Guðna Fjólusyni.
Þetta er þriðja árið í röð sem KR-ingar slá Framara út úr undanúrslitum Reykjavíkurmótsins en KR-liðið er búið að vinna Reykjavíkurmeistaratitilinn tvö ár í röð. KR mætir annaðhvort Val eða Fylki í úrslitaleiknum en leikur þeirra stendur nú yfir.
- Vítakeppnin-
Bjarni Guðjónsson, KR 1-0
Sam Tillen, Fram 1-1
Baldur Sigurðsson, KR 2-1
Jón Guðni Fjóluson, Fram varið (Hannes Þór Halldórsson)
Aron Bjarki Jósefsson, KR 3-1
Hlynur Atli Magnússon, Fram 3-2
Óskar Örn Hauksson, KR 4-2
Tómas Leifsson, Fram 4-3
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, KR 5-3
Hannes varði víti frá Fram og KR fór í úrslitaleikinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn







Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni
Íslenski boltinn


Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele
Enski boltinn