Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennaliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands, fyrir úrslitaleikinn í Algarve-mótinu.
Þjálfarinn gerir aðeins eina breytingu á liði sínu frá því í síðasta leik.
Guðbjörg Gunnarsdóttir kemur í markið i stað Þóru B. Helgadóttur.
Úrslitaleikurinn er gegn Bandaríkjunum og hefst klukkan 17.00 á morgun.
Liðið:
Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir
Hægri bakvörður: Þórunn Helga Jónsdóttir
Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir
Miðverðir: Sif Atladóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði
Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir
Sóknartengiliður: Katrín Ómarsdóttir
Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir
Vinstri kantur: Hallbera Guðný Gísladóttir
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

