Leifur Garðarsson: Mun ekki elta ólar við gróusögur og rógburð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2011 10:56 Leifur Garðasson. Mynd/E. Stefán Leifur Garðasson, fyrrum þjálfari Víkings, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segist harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar félagsins að segja sér upp störfum. Leifur tjáir sig ekki að um ástæður þess að hann var rekinn enda ætlar hann „ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina". Forráðamenn Víkings hafa ekki viljað tjá sig með beinum hætti um ástæður þess að Leifur var rekinn. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um var Excel-skjal með umsögnum Leifs um leikmannahóp Víkings fyrir slysni sent á alla leikmenn liðsins. Þá fjallaði Fótbolti.net um huldumanninn Albert Örn sem virtist hafa það eina hlutverk að koma Leifi til varnar í netheimum. Þann sama dag var Leifur látinn taka poka sinn. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér: „Hafnarfirði 10. mars 2011 Háttvirtir viðtakendur Fimmtudaginn 3. mars síðastliðinn ákvað stjórn knattspyrnudeildar Víkings að segja undirrituðum upp starfi sem aðalþjálfara úrvalsdeildarliðs félagsins. Ég harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar Víkings en mun ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina. Undirritaður tók við starfi knattspyrnuþjálfara Víkings haustið 2008 af Dananum Jesper Tollefsen, við erfiðar aðstæður hjá félaginu. Á þeim tveimur árum sem ég stýrði liðinu komst það í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í janúar 2010, sigraði síðan örugglega í 1. deildarkeppninni síðastliðið haust og vann sér þar með þátttökurétt í úrvalsdeild á komandi leiktíð. Auk þessa einsetti ég mér að ungir og uppaldir Víkingar öðluðust færni, skilning og getu til að þroskast frá því að vera efnilegir í að verða góðir knattspyrnumenn. Það tókst að mínu mati og margra annarra vonum framar. Ég vil fullyrða að aldrei í sögu Knattspyrnufélagsins Víkings hafa jafnmargir ungir drengir fengið tækifæri í æfingum, æfingaleikjum og mótsleikjum á vegum meistaraflokks félagsins á jafn stuttum tíma, og það með jafngóðum árangri. Ég er stoltur af þeim árangri sem knattspyrnulið Víkings náði undir minni stjórn á æfingum og í keppni á vegum félagsins. Ég er þakklátur þeim frábæra leikmannahópi sem ég stýrði á tíma mínum í Víkinni fyrir frábært samstarf, mikla eljusemi, framúrskarandi dugnað og einstaklega frábært andrúmsloft. Leikmannahópinn skipa piltar sem leggja á sig mikla vinnu og fórna miklum tíma til að ná árangri en eru fyrst og síðast drengir góðir. Takk leikmenn kærir fyrir stuðninginn allra síðustu daga sem áður. Ég vil færa aðstoðarþjálfurum mínum, fyrst Birni Bjartmarz og síðar Ólafi Ólafssyni og Bjarna Sigurðssyni, hugheilar þakkir fyrir einstakt, óeigingjarnt og lærdómsríkt samstarf. Þakkir sendi ég einnig til liðsstjórnar. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka þeim mikla fjölda knattspyrnuþjálfara og leikmanna úr fjölmörgum félagsliðum, fjölskyldu og vinum fyrir mikla hvatningu og ómetanlegan stuðning undanfarna daga. Virðingarfyllst Leifur S. Garðarsson" Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Leifur Garðasson, fyrrum þjálfari Víkings, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segist harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar félagsins að segja sér upp störfum. Leifur tjáir sig ekki að um ástæður þess að hann var rekinn enda ætlar hann „ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina". Forráðamenn Víkings hafa ekki viljað tjá sig með beinum hætti um ástæður þess að Leifur var rekinn. Eins og ítarlega hefur verið fjallað um var Excel-skjal með umsögnum Leifs um leikmannahóp Víkings fyrir slysni sent á alla leikmenn liðsins. Þá fjallaði Fótbolti.net um huldumanninn Albert Örn sem virtist hafa það eina hlutverk að koma Leifi til varnar í netheimum. Þann sama dag var Leifur látinn taka poka sinn. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér: „Hafnarfirði 10. mars 2011 Háttvirtir viðtakendur Fimmtudaginn 3. mars síðastliðinn ákvað stjórn knattspyrnudeildar Víkings að segja undirrituðum upp starfi sem aðalþjálfara úrvalsdeildarliðs félagsins. Ég harma ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar Víkings en mun ekki elta ólar við gróusögur og rógburð í tengslum við uppsögnina. Undirritaður tók við starfi knattspyrnuþjálfara Víkings haustið 2008 af Dananum Jesper Tollefsen, við erfiðar aðstæður hjá félaginu. Á þeim tveimur árum sem ég stýrði liðinu komst það í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í janúar 2010, sigraði síðan örugglega í 1. deildarkeppninni síðastliðið haust og vann sér þar með þátttökurétt í úrvalsdeild á komandi leiktíð. Auk þessa einsetti ég mér að ungir og uppaldir Víkingar öðluðust færni, skilning og getu til að þroskast frá því að vera efnilegir í að verða góðir knattspyrnumenn. Það tókst að mínu mati og margra annarra vonum framar. Ég vil fullyrða að aldrei í sögu Knattspyrnufélagsins Víkings hafa jafnmargir ungir drengir fengið tækifæri í æfingum, æfingaleikjum og mótsleikjum á vegum meistaraflokks félagsins á jafn stuttum tíma, og það með jafngóðum árangri. Ég er stoltur af þeim árangri sem knattspyrnulið Víkings náði undir minni stjórn á æfingum og í keppni á vegum félagsins. Ég er þakklátur þeim frábæra leikmannahópi sem ég stýrði á tíma mínum í Víkinni fyrir frábært samstarf, mikla eljusemi, framúrskarandi dugnað og einstaklega frábært andrúmsloft. Leikmannahópinn skipa piltar sem leggja á sig mikla vinnu og fórna miklum tíma til að ná árangri en eru fyrst og síðast drengir góðir. Takk leikmenn kærir fyrir stuðninginn allra síðustu daga sem áður. Ég vil færa aðstoðarþjálfurum mínum, fyrst Birni Bjartmarz og síðar Ólafi Ólafssyni og Bjarna Sigurðssyni, hugheilar þakkir fyrir einstakt, óeigingjarnt og lærdómsríkt samstarf. Þakkir sendi ég einnig til liðsstjórnar. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka þeim mikla fjölda knattspyrnuþjálfara og leikmanna úr fjölmörgum félagsliðum, fjölskyldu og vinum fyrir mikla hvatningu og ómetanlegan stuðning undanfarna daga. Virðingarfyllst Leifur S. Garðarsson"
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira