Enski boltinn

Baird hlakkar til að taka á Torres

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Baird er hér til vinstri.
Baird er hér til vinstri. Nordic Photos / Getty Images
Chris Baird verður sjálfsagt í eldlínunni þegar að Fulham tekur á móti grönnum sínum í Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Baird mun fá það hlutverk að hafa gætur á Fernando Torres og félögum hans í sóknarlínu Chelsea.

Þá eru einnig taldar líkur á því að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Fulham í fyrsta sinn í kvöld er hann mætir sínu gamla liði.

„Torres býr yfir frábærum hæfileikum. Hann stóð sig mjög vel hjá Liverpool og skorði mörg mörk fyrir liðið," sagði Baird í samtali við enska fjölmiðla.

„En honum hefur ekki gengið vel gegn okkur. Hann hefur aðeins skorað tvisvar gegn okkur í úrvalsdeildinni."

„Hann er þó alltaf hættulegur og miðað við þá hæfileika sem leikmenn Chelsea búa yfir eru líkur á að liðið muni skora. Vonandi náum við þá að halda þeim niðri í kvöld."

„Það kom mér á óvart að hann skyldi fara frá Liverpool og til Chelsea. Það verður skrýtið að sjá hann í bláum búningi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×