Hetjan með handtöskuna: „Það gerði enginn neitt svo ég lamdi þá bara“ 8. febrúar 2011 13:00 Ellilífeyrisþeginn sem lét til skarar skríða gegn skartgriparæningjum í gær hefur vakið verðskuldaða athygli í breskum miðlum í dag. Vísir greindi frá því fyrr í dag hvernig konan réðst gegn sex skartgriparæningjum með handtöskuna eina að vopni, en þeir voru vopnaðir sleggjum sem þeir notuðu til að mölva rúðurnar í versluninni. Hún náði að trufla þá við iðju sína og tefja þá nógu lengi þannig að lögreglan handsamaði einn á staðnum. Tveir aðrir voru handteknir síðar og hinna er leitað. Daily Mail hefur nú náð tali af konunni, sem vill ekki láta nafns síns getið. Fjölmörg vitni voru að ráninu en gamla konan var sú eina sem hafði kjark til að ráðast gegn ræningjunum. Fleiri komu henni þó til aðstoðar eftir nokkra stund, þar á meðal kvikmyndatökumaðurinn sem náði atvikinu á filmu. „Ég stóð þarna hjá og talaði við konu sem ég þekki þegar ég heyrði mikil læti. Ég leit yfir götuna og sá sex unga menn á vespum," segir gamla konan. „Fyrst hélt ég að einn þeirra hefði orðið fyrir árás hinna og ég ætlaði ekki að horfa upp á hóp manna lemja einn, svo ég ákvað að grípa inn í. Þegar ég kom nær gerði ég mér grein fyrir því að þetta var rán og á varð ég ennþá reiðari." „Einn þeirra stakk strax af en ég náði að berja á honum með töskunni minni. Hann var næstum búinn að keyra á unga konu með barn í kerru. Hinir voru ennþá að reyna að mölva rúðurnar í búðinni. Ég veit ekkert hvað gerðist næst, ég sveiflaði bara töskunni í allar áttir," segir konan. „Síðan reyndu þeir að flýja á vespunum sínum og ég náði nokkrum góðum höggum á einn strákinn og náði að fella hann til jarðar. Ég öskraði á fólkið sem horfði á að koma að hjálpa mér og nokkrir brugðust loks við því." Hún segist fyrst og fremst ánægð með að lögregla skyldi ná í skottið á fjórum ræningjum og þvertekur fyrir að vera hetja. „Ég er ekki hetja og kannski var það heimskulegt af mér að blanda mér í þetta, en einhver varð að gera eitthvað." Tengdar fréttir Hetjan með handtöskuna lét ræningja fá það óþvegið Eldri kona á Bretlandi hefur vakið gríðarlega athygli fyrir vasklega framgöngu en hún lét til skarar skríða gegn ræningjagengi sem var að ræna skartgripaverslun á dögunum. 8. febrúar 2011 09:09 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Ellilífeyrisþeginn sem lét til skarar skríða gegn skartgriparæningjum í gær hefur vakið verðskuldaða athygli í breskum miðlum í dag. Vísir greindi frá því fyrr í dag hvernig konan réðst gegn sex skartgriparæningjum með handtöskuna eina að vopni, en þeir voru vopnaðir sleggjum sem þeir notuðu til að mölva rúðurnar í versluninni. Hún náði að trufla þá við iðju sína og tefja þá nógu lengi þannig að lögreglan handsamaði einn á staðnum. Tveir aðrir voru handteknir síðar og hinna er leitað. Daily Mail hefur nú náð tali af konunni, sem vill ekki láta nafns síns getið. Fjölmörg vitni voru að ráninu en gamla konan var sú eina sem hafði kjark til að ráðast gegn ræningjunum. Fleiri komu henni þó til aðstoðar eftir nokkra stund, þar á meðal kvikmyndatökumaðurinn sem náði atvikinu á filmu. „Ég stóð þarna hjá og talaði við konu sem ég þekki þegar ég heyrði mikil læti. Ég leit yfir götuna og sá sex unga menn á vespum," segir gamla konan. „Fyrst hélt ég að einn þeirra hefði orðið fyrir árás hinna og ég ætlaði ekki að horfa upp á hóp manna lemja einn, svo ég ákvað að grípa inn í. Þegar ég kom nær gerði ég mér grein fyrir því að þetta var rán og á varð ég ennþá reiðari." „Einn þeirra stakk strax af en ég náði að berja á honum með töskunni minni. Hann var næstum búinn að keyra á unga konu með barn í kerru. Hinir voru ennþá að reyna að mölva rúðurnar í búðinni. Ég veit ekkert hvað gerðist næst, ég sveiflaði bara töskunni í allar áttir," segir konan. „Síðan reyndu þeir að flýja á vespunum sínum og ég náði nokkrum góðum höggum á einn strákinn og náði að fella hann til jarðar. Ég öskraði á fólkið sem horfði á að koma að hjálpa mér og nokkrir brugðust loks við því." Hún segist fyrst og fremst ánægð með að lögregla skyldi ná í skottið á fjórum ræningjum og þvertekur fyrir að vera hetja. „Ég er ekki hetja og kannski var það heimskulegt af mér að blanda mér í þetta, en einhver varð að gera eitthvað."
Tengdar fréttir Hetjan með handtöskuna lét ræningja fá það óþvegið Eldri kona á Bretlandi hefur vakið gríðarlega athygli fyrir vasklega framgöngu en hún lét til skarar skríða gegn ræningjagengi sem var að ræna skartgripaverslun á dögunum. 8. febrúar 2011 09:09 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Hetjan með handtöskuna lét ræningja fá það óþvegið Eldri kona á Bretlandi hefur vakið gríðarlega athygli fyrir vasklega framgöngu en hún lét til skarar skríða gegn ræningjagengi sem var að ræna skartgripaverslun á dögunum. 8. febrúar 2011 09:09