Hetjan með handtöskuna: „Það gerði enginn neitt svo ég lamdi þá bara“ 8. febrúar 2011 13:00 Ellilífeyrisþeginn sem lét til skarar skríða gegn skartgriparæningjum í gær hefur vakið verðskuldaða athygli í breskum miðlum í dag. Vísir greindi frá því fyrr í dag hvernig konan réðst gegn sex skartgriparæningjum með handtöskuna eina að vopni, en þeir voru vopnaðir sleggjum sem þeir notuðu til að mölva rúðurnar í versluninni. Hún náði að trufla þá við iðju sína og tefja þá nógu lengi þannig að lögreglan handsamaði einn á staðnum. Tveir aðrir voru handteknir síðar og hinna er leitað. Daily Mail hefur nú náð tali af konunni, sem vill ekki láta nafns síns getið. Fjölmörg vitni voru að ráninu en gamla konan var sú eina sem hafði kjark til að ráðast gegn ræningjunum. Fleiri komu henni þó til aðstoðar eftir nokkra stund, þar á meðal kvikmyndatökumaðurinn sem náði atvikinu á filmu. „Ég stóð þarna hjá og talaði við konu sem ég þekki þegar ég heyrði mikil læti. Ég leit yfir götuna og sá sex unga menn á vespum," segir gamla konan. „Fyrst hélt ég að einn þeirra hefði orðið fyrir árás hinna og ég ætlaði ekki að horfa upp á hóp manna lemja einn, svo ég ákvað að grípa inn í. Þegar ég kom nær gerði ég mér grein fyrir því að þetta var rán og á varð ég ennþá reiðari." „Einn þeirra stakk strax af en ég náði að berja á honum með töskunni minni. Hann var næstum búinn að keyra á unga konu með barn í kerru. Hinir voru ennþá að reyna að mölva rúðurnar í búðinni. Ég veit ekkert hvað gerðist næst, ég sveiflaði bara töskunni í allar áttir," segir konan. „Síðan reyndu þeir að flýja á vespunum sínum og ég náði nokkrum góðum höggum á einn strákinn og náði að fella hann til jarðar. Ég öskraði á fólkið sem horfði á að koma að hjálpa mér og nokkrir brugðust loks við því." Hún segist fyrst og fremst ánægð með að lögregla skyldi ná í skottið á fjórum ræningjum og þvertekur fyrir að vera hetja. „Ég er ekki hetja og kannski var það heimskulegt af mér að blanda mér í þetta, en einhver varð að gera eitthvað." Tengdar fréttir Hetjan með handtöskuna lét ræningja fá það óþvegið Eldri kona á Bretlandi hefur vakið gríðarlega athygli fyrir vasklega framgöngu en hún lét til skarar skríða gegn ræningjagengi sem var að ræna skartgripaverslun á dögunum. 8. febrúar 2011 09:09 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Ellilífeyrisþeginn sem lét til skarar skríða gegn skartgriparæningjum í gær hefur vakið verðskuldaða athygli í breskum miðlum í dag. Vísir greindi frá því fyrr í dag hvernig konan réðst gegn sex skartgriparæningjum með handtöskuna eina að vopni, en þeir voru vopnaðir sleggjum sem þeir notuðu til að mölva rúðurnar í versluninni. Hún náði að trufla þá við iðju sína og tefja þá nógu lengi þannig að lögreglan handsamaði einn á staðnum. Tveir aðrir voru handteknir síðar og hinna er leitað. Daily Mail hefur nú náð tali af konunni, sem vill ekki láta nafns síns getið. Fjölmörg vitni voru að ráninu en gamla konan var sú eina sem hafði kjark til að ráðast gegn ræningjunum. Fleiri komu henni þó til aðstoðar eftir nokkra stund, þar á meðal kvikmyndatökumaðurinn sem náði atvikinu á filmu. „Ég stóð þarna hjá og talaði við konu sem ég þekki þegar ég heyrði mikil læti. Ég leit yfir götuna og sá sex unga menn á vespum," segir gamla konan. „Fyrst hélt ég að einn þeirra hefði orðið fyrir árás hinna og ég ætlaði ekki að horfa upp á hóp manna lemja einn, svo ég ákvað að grípa inn í. Þegar ég kom nær gerði ég mér grein fyrir því að þetta var rán og á varð ég ennþá reiðari." „Einn þeirra stakk strax af en ég náði að berja á honum með töskunni minni. Hann var næstum búinn að keyra á unga konu með barn í kerru. Hinir voru ennþá að reyna að mölva rúðurnar í búðinni. Ég veit ekkert hvað gerðist næst, ég sveiflaði bara töskunni í allar áttir," segir konan. „Síðan reyndu þeir að flýja á vespunum sínum og ég náði nokkrum góðum höggum á einn strákinn og náði að fella hann til jarðar. Ég öskraði á fólkið sem horfði á að koma að hjálpa mér og nokkrir brugðust loks við því." Hún segist fyrst og fremst ánægð með að lögregla skyldi ná í skottið á fjórum ræningjum og þvertekur fyrir að vera hetja. „Ég er ekki hetja og kannski var það heimskulegt af mér að blanda mér í þetta, en einhver varð að gera eitthvað."
Tengdar fréttir Hetjan með handtöskuna lét ræningja fá það óþvegið Eldri kona á Bretlandi hefur vakið gríðarlega athygli fyrir vasklega framgöngu en hún lét til skarar skríða gegn ræningjagengi sem var að ræna skartgripaverslun á dögunum. 8. febrúar 2011 09:09 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Hetjan með handtöskuna lét ræningja fá það óþvegið Eldri kona á Bretlandi hefur vakið gríðarlega athygli fyrir vasklega framgöngu en hún lét til skarar skríða gegn ræningjagengi sem var að ræna skartgripaverslun á dögunum. 8. febrúar 2011 09:09