Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli við Belga á Laugardalsvellinum í gær þrátt fyrir að vera mun betra liðið og fá fjölda færi til að tryggja sér sigurinn.
Stelpurnar eru því með sjö stig af níu mögulegum eftir fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Svíþjóð sumarið 2013. Íslenska liðið hefur leikið fyrstu þrjá leiki sína á heimavelli en framundan eru útileikir við Ungverjaland og Norður-Írland í október.
Stelpurnar fá þá tækifæri að bæta fyrir leikinn í gær sem og þegar þær sækja síðan Belga heim í apríl næstkomandi.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Íslands og Belgíu á Laugardalsvellinum í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Stelpunum var fyrirmunað að skora hjá Belgum í gær - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn


Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti

„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti
