Erlent

Völd leiðtogans treyst

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Kim Jong-un
Kim Jong-un
„Hinn virti félagi Kim Jong-un er æðsti leiðtogi flokks okkar, hers og lands og hefur hlotið í arf hugmyndafræði, forystu, skapgerð, dyggðir, kjark og hugrekki hins mikla félaga, Kim Jong-il," sagði Kim Yong-nam, formaður forsætisnefnar norður-kóreska þjóðþingsins, í ræðu sem hann flutti á minningarathöfn um Kim Jong-il í gær.

„Sú staðreynd að hann fann fullkomna lausn á arftakavandamálinu er göfugasta afrek hins mikla félaga, Kim Jong-il."

„Kim Jong-il hafði lagt fyrir hann rautt silkiteppi og Kim Jong-un þarf ekki annað en að ganga á því," segir Jeung Yong-tae, sérfræðingur við rannsóknarstofnun í Suður-Kóreu.

Kim Jong-un var formlega nefndur æðsti leiðtogi landsins í fyrsta sinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×