Langþráðar kosningar hófust í gær 29. nóvember 2011 00:30 Forsetaframbjóðandi í biðröðinni Amr Moussa, einn forsetaframbjóðenda og fyrrverandi leiðtogi Arababandalagsins, í biðröðinni fyrir utan einn kjörstaðanna.fréttablaðið/AFP Biðraðir tóku að myndast fyrir utan kjörstaði í Egyptalandi snemma í gærmorun þegar langþráðar kosningar hófust í landinu. Víðast hvar virtist stemningin vera góð. Fólk var ánægt með að fá að greiða atkvæði í kosningum, sem talist geta nokkurn veginn frjálsar en áratugum saman hefur litlu skipt hvernig atkvæði féllu. „Áður var tilgangslaust að kjósa. Raddir okkar skiptu nákvæmlega engu máli,“ hafði franska fréttastofan AFP eftir konu í Kaíró, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn á ævinni. Margir kjósendur þurftu reyndar að bíða nokkuð lengi. Kjörstaðir voru ekki allir opnaðir á réttum tíma, sums staðar vegna þess að kjörseðlar voru ekki komnir á staðinn í tæka tíð. Á Tahrir-torgi, þar sem þúsundir mótmælenda hafa hreiðrað um sig, var þó ekkert fararsnið á fólki. Enginn ætlaði að taka þátt í þessum kosningum af andstöðu við herforingjastjórnina, sem þeim finnst ekki hafa staðið sig í að koma á þeim lýðræðisumbótum sem byltingin í byrjun árs krafðist. Mótmælendur krefjast þess að herforingjastjórnin afhendi völd sín strax til borgaralegrar bráðabirgðastjórnar, og telja að kosningarnar verði í raun tilgangslitlar meðan herforingjarnir halda enn um valdataumana. Þetta var þó aðeins fyrsti kjördagurinn í löngu kosningaferli, sem lýkur ekki fyrr en rétt fyrir miðjan mars. Neðri deild nýkjörins þings kemur fyrst saman 17. mars en efri deildin viku síðar. Skoðanakannanir benda allar til þess að Frelsis- og réttlætisflokkurinn fái flest atkvæði, varla minna en 20 prósent, en sá flokkur var stofnaður af Bræðralagi múslima, samtökum heittrúaðra múslima sem áratugum saman hafa haft mikil áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir að hafa verið að miklu leyti í ónáð stjórnvalda. Næststærsti flokkurinn verður að öllum líkindum Wafd-flokkurinn, sem leggur áherslu á að tryggja bæði markaðsfrelsi og borgaraleg réttindi, þar á meðal trúfrelsi og jafnrétti kynjanna. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira
Biðraðir tóku að myndast fyrir utan kjörstaði í Egyptalandi snemma í gærmorun þegar langþráðar kosningar hófust í landinu. Víðast hvar virtist stemningin vera góð. Fólk var ánægt með að fá að greiða atkvæði í kosningum, sem talist geta nokkurn veginn frjálsar en áratugum saman hefur litlu skipt hvernig atkvæði féllu. „Áður var tilgangslaust að kjósa. Raddir okkar skiptu nákvæmlega engu máli,“ hafði franska fréttastofan AFP eftir konu í Kaíró, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn á ævinni. Margir kjósendur þurftu reyndar að bíða nokkuð lengi. Kjörstaðir voru ekki allir opnaðir á réttum tíma, sums staðar vegna þess að kjörseðlar voru ekki komnir á staðinn í tæka tíð. Á Tahrir-torgi, þar sem þúsundir mótmælenda hafa hreiðrað um sig, var þó ekkert fararsnið á fólki. Enginn ætlaði að taka þátt í þessum kosningum af andstöðu við herforingjastjórnina, sem þeim finnst ekki hafa staðið sig í að koma á þeim lýðræðisumbótum sem byltingin í byrjun árs krafðist. Mótmælendur krefjast þess að herforingjastjórnin afhendi völd sín strax til borgaralegrar bráðabirgðastjórnar, og telja að kosningarnar verði í raun tilgangslitlar meðan herforingjarnir halda enn um valdataumana. Þetta var þó aðeins fyrsti kjördagurinn í löngu kosningaferli, sem lýkur ekki fyrr en rétt fyrir miðjan mars. Neðri deild nýkjörins þings kemur fyrst saman 17. mars en efri deildin viku síðar. Skoðanakannanir benda allar til þess að Frelsis- og réttlætisflokkurinn fái flest atkvæði, varla minna en 20 prósent, en sá flokkur var stofnaður af Bræðralagi múslima, samtökum heittrúaðra múslima sem áratugum saman hafa haft mikil áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir að hafa verið að miklu leyti í ónáð stjórnvalda. Næststærsti flokkurinn verður að öllum líkindum Wafd-flokkurinn, sem leggur áherslu á að tryggja bæði markaðsfrelsi og borgaraleg réttindi, þar á meðal trúfrelsi og jafnrétti kynjanna. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira