KR á móti Dinamo í kvöld: Leikir sem menn dreymir um að spila Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júlí 2011 08:00 KR-ingar hafa farið á kostum í öllum keppnum í sumar og reyna í kvöld að halda Evrópuævintýrinu gangandi. Mynd/Valli KR mætir Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í Vesturbænum í kvöld. Fyrir fram er georgíska liðið talið mun líklegra til afreka í einvíginu en KR-ingar hafa farið á kostum í sumar og skyldi ekki afskrifa þá. „Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka. Þeir voru líka mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni," segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. Tbilisi-menn slógu út andstæðing frá Moldóvu í fyrstu umferð. Í annarri umferð lágu andstæðingar frá Wales þrátt fyrir óvænt tap í fyrri leiknum. Rúnar tekur undir með blaðamanni að Georgíumennirnir hafi örugglega lært af tapinu í Wales og séu ólíklegir til þess að vanmeta KR-inga. „Ég hugsa það. Tímabilið hjá þeim er rétt að byrja og þeir eru með nýjan þjálfara. Það eru væntanlega nýjar áherslur í leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrri leiknum í Wales. Liðið var töluvert breytt í síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni en vonandi getum við strítt þeim eitthvað," sagði Rúnar. Dinamo Tbilisi er reynslumikið félag í Evrópukeppnum. Félagið hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið frá árinu 1994 og stóð sig einnig vel á árum áður meðan Georgía var hluti af Sovétríkjunum. Hápunkturinn var vorið 1981 þegar liðið stóð uppi sem sigurvegari í Evrópukeppni bikarhafa. Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari KR, var leikmaður Feyenoord á þessum tíma en liðið tapaði gegn Dinamo í undanúrslitum keppninnar. Til marks um breytta tíma þurfti Dinamo-liðið að vinna sigur á fjórum andstæðingum á leið sinni í úrslitaleikinn. Í dag þurfa Dinamo og KR að slá út fjóra andstæðinga til þess að komast í sjálfa aðalkeppnina. „Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika," segir Rúnar um leik kvöldsins. KR-ingar hafa enn ekki beðið lægri hlut í leikjum sínum á heimavelli í sumar. Sjö sigrar, tvö jafntefli og markatalan 24-6 er niðurstaðan úr níu leikjum liðsins í Vesturbænum og ljóst að Georgíumenn fá ekkert gefins í kvöld. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, segir ekki koma í ljós fyrr en í dag hvort hann verði leikfær en Bjarni meiddist á nára í leiknum gegn Breiðabliki á sunnudag. Hann er þó bjartsýnn miðað við bata síðustu daga og segist vilja ná leiknum. „Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila," segir Rúnar. Leikurinn í kvöld hefst á KR-velli klukkan 19.15 en síðari viðureignin fer fram í Georgíu að viku liðinni. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira
KR mætir Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildar í Vesturbænum í kvöld. Fyrir fram er georgíska liðið talið mun líklegra til afreka í einvíginu en KR-ingar hafa farið á kostum í sumar og skyldi ekki afskrifa þá. „Þetta lið er mun hærra skrifað en við en Zilina var það reyndar líka. Þeir voru líka mun hærra skrifaðir en Georgíumennirnir. Möguleikinn er fyrir hendi og við höfum fulla trú á að við getum veitt þeim harða keppni," segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. Tbilisi-menn slógu út andstæðing frá Moldóvu í fyrstu umferð. Í annarri umferð lágu andstæðingar frá Wales þrátt fyrir óvænt tap í fyrri leiknum. Rúnar tekur undir með blaðamanni að Georgíumennirnir hafi örugglega lært af tapinu í Wales og séu ólíklegir til þess að vanmeta KR-inga. „Ég hugsa það. Tímabilið hjá þeim er rétt að byrja og þeir eru með nýjan þjálfara. Það eru væntanlega nýjar áherslur í leik liðsins og þeir að komast inn í það. Þeir ættu að vera búnir að stilla saman strengina núna og orðnir betri en í fyrri leiknum í Wales. Liðið var töluvert breytt í síðari leiknum sem þeir unnu 5-0. Þeir eru með þrjá Spánverja, Brasilíumann og spænskan þjálfara sem starfaði í fjögur ár hjá Barcelona frá 2005-2009. Þeir vilja spila fótbolta, halda boltanum á jörðinni en vonandi getum við strítt þeim eitthvað," sagði Rúnar. Dinamo Tbilisi er reynslumikið félag í Evrópukeppnum. Félagið hefur komist í Evrópukeppni nær óslitið frá árinu 1994 og stóð sig einnig vel á árum áður meðan Georgía var hluti af Sovétríkjunum. Hápunkturinn var vorið 1981 þegar liðið stóð uppi sem sigurvegari í Evrópukeppni bikarhafa. Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari KR, var leikmaður Feyenoord á þessum tíma en liðið tapaði gegn Dinamo í undanúrslitum keppninnar. Til marks um breytta tíma þurfti Dinamo-liðið að vinna sigur á fjórum andstæðingum á leið sinni í úrslitaleikinn. Í dag þurfa Dinamo og KR að slá út fjóra andstæðinga til þess að komast í sjálfa aðalkeppnina. „Þeir eru gríðarlega sterkir á heimavelli með fjöldann allan af áhorfendum. Svona lið spila alltaf miklu betur á heimavelli, eru sókndjarfari og þora meira. Við þurfum virkilega góð úrslit á heimavelli til þess að eiga möguleika," segir Rúnar um leik kvöldsins. KR-ingar hafa enn ekki beðið lægri hlut í leikjum sínum á heimavelli í sumar. Sjö sigrar, tvö jafntefli og markatalan 24-6 er niðurstaðan úr níu leikjum liðsins í Vesturbænum og ljóst að Georgíumenn fá ekkert gefins í kvöld. Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, segir ekki koma í ljós fyrr en í dag hvort hann verði leikfær en Bjarni meiddist á nára í leiknum gegn Breiðabliki á sunnudag. Hann er þó bjartsýnn miðað við bata síðustu daga og segist vilja ná leiknum. „Strákarnir eru mjög ánægðir að spila Evrópuleiki. Það lyftir sumrinu á hærra plan. Þetta eru leikir sem menn dreymir um að spila," segir Rúnar. Leikurinn í kvöld hefst á KR-velli klukkan 19.15 en síðari viðureignin fer fram í Georgíu að viku liðinni.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira