Hamfarir skekja Japan Guðsteinn Bjarnason, Óli Kristján Ármannsson, Þorgils Jónsson og og Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifa 12. mars 2011 00:00 Jarðskjálftinn og flóðbylgjan sem kom á eftir lagði stóra hluta landsins í rúst og því er gríðarleg uppbygging framundan. MYND/AP „Maður verður býsna lítill í sér þegar maður stendur frammi fyrir svona kröftum,“ sagði Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra Íslands í Japan, í samtali við Fréttablaðið eftir að gríðaröflugur jarðskjálfti reið yfir landið. Talið er að á annað þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum og ógnarmikilli flóðbylgju sem fylgdi honum. Flóðið eirði engu þar sem það var sem öflugast, í borginni Sendai og nágrenni hennar. Tuga þúsunda er enn saknað. Hætta skapaðist við kjarnorkuver um 300 kílómetra norður af Tókýó, þar sem yfirvöld, í samstarfi við bandaríska herliðið í landinu, kepptust við að halda kjarnakljúfi gangandi. Mikið reið á að halda kælikerfi kjarnakljúfsins starfandi til að koma í veg fyrir mengunarslys. Alls voru 55 Íslendingar í Japan þegar skjálftinn reið yfir, samkvæmt lista utanríkisráðuneytisins. Þegar blaðið fór í prentun var búið að hafa samband við flesta og var enginn þeirra í hættu. Skjálftinn var 8,9 stig á Richterkvarða og átti upptök sín skammt út af austurströnd landsins. Vísindamenn segja að þetta sé sjöundi öflugasti jarðskjálfti sögunnar og var hann nærri 8.000 sinnum kröftugri en sá sem skók Christchurch í Nýja Sjálandi á dögunum. Fjölmargir eftirskjálftar riðu yfir landið í nótt, sá öflugasti var 6,5 á Richterkvarða. Sjá síður 4, 6 & 8 í Fréttablaðinu í dag. Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
„Maður verður býsna lítill í sér þegar maður stendur frammi fyrir svona kröftum,“ sagði Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra Íslands í Japan, í samtali við Fréttablaðið eftir að gríðaröflugur jarðskjálfti reið yfir landið. Talið er að á annað þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum og ógnarmikilli flóðbylgju sem fylgdi honum. Flóðið eirði engu þar sem það var sem öflugast, í borginni Sendai og nágrenni hennar. Tuga þúsunda er enn saknað. Hætta skapaðist við kjarnorkuver um 300 kílómetra norður af Tókýó, þar sem yfirvöld, í samstarfi við bandaríska herliðið í landinu, kepptust við að halda kjarnakljúfi gangandi. Mikið reið á að halda kælikerfi kjarnakljúfsins starfandi til að koma í veg fyrir mengunarslys. Alls voru 55 Íslendingar í Japan þegar skjálftinn reið yfir, samkvæmt lista utanríkisráðuneytisins. Þegar blaðið fór í prentun var búið að hafa samband við flesta og var enginn þeirra í hættu. Skjálftinn var 8,9 stig á Richterkvarða og átti upptök sín skammt út af austurströnd landsins. Vísindamenn segja að þetta sé sjöundi öflugasti jarðskjálfti sögunnar og var hann nærri 8.000 sinnum kröftugri en sá sem skók Christchurch í Nýja Sjálandi á dögunum. Fjölmargir eftirskjálftar riðu yfir landið í nótt, sá öflugasti var 6,5 á Richterkvarða. Sjá síður 4, 6 & 8 í Fréttablaðinu í dag.
Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira