Óttast að um 100 manns hafi látist 23. febrúar 2011 07:00 Hera Hjartardóttir Björgunarsveitir og hermenn leituðu enn að fólki í húsarústum í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir um miðnætti að íslenskum tíma á mánudagskvöld. Í gærkvöldi höfðu 38 fundist látnir í rústum borgarinnar. Um tvöfalt fleiri eru taldir af og ekki útilokað að fjöldi látinna kunni að vera hærri. „Við erum í bílnum með vatn og brauð, erum að leita að bensínstöð til að fara til mömmu og pabba. En margar götur eru lokaðar og eiginlega engar bensínstöðvar opnar,“ segir tónlistarkonan Hera Hjartardóttir. Hún býr ásamt manni sínum Hirti Arasyni nálægt miðborg Christchurch. Hún segir aðstæður skelfilegar; vatn, sandur og leir hafi gosið upp úr sprungum í garðinum við hús þeirra hjóna. Húsið stendur en er rammskakkt og sprungur í veggjum. Það sama á við um borgina alla, sem Hera segir í rúst. Hún segir einn vin sinn hafa verið að snæða hádegisverð á veitingastað í borginni þegar húsið hafi hrunið niður á viðskiptavini. Hera og Hjörtur hafa heyrt í mörgum vina sinna en eiga eftir að heyra í nokkrum. Fjölskylda Heru er heil á húfi. Upptök jarðskjálftans voru um tíu kílómetrum utan borgarinnar, sem er sú næststærsta á Nýja Sjálandi, á fjögurra kílómetra dýpi. Einungis eru fimm mánuðir liðnir síðan öflugur skjálfti reið síðast yfir í nágrenni Christchurch, en um 500 hús í borginni eyðilögðust í september á síðasta ári. Sá skjálfti var öflugri, um 7,1 á Richter, en upptök hans voru fjær borginni og á mun meira dýpi en sá sem reið yfir aðfaranótt mánudags. Tugir Íslendinga búa í Christchurch, þar á meðal þrír læknar. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki vita til þess að nokkur Íslendingur hafi meiðst í skjálftanum. Fólk hafi verið duglegt að láta vita af sér, hvort sem það hafi verið beint frá Nýja-Sjálandi eða gegnum fjölskyldur þess hér á landi. Íbúum í Christchurch hefur verið sagt að halda sig heima við næstu þrjá sólarhringana. Margir geta það þó ekki vegna skemmda á húsum og hafa nokkur þúsund manns leitað skjóls í neyðarskýlum. sunna@frettabladid.is jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Björgunarsveitir og hermenn leituðu enn að fólki í húsarústum í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir um miðnætti að íslenskum tíma á mánudagskvöld. Í gærkvöldi höfðu 38 fundist látnir í rústum borgarinnar. Um tvöfalt fleiri eru taldir af og ekki útilokað að fjöldi látinna kunni að vera hærri. „Við erum í bílnum með vatn og brauð, erum að leita að bensínstöð til að fara til mömmu og pabba. En margar götur eru lokaðar og eiginlega engar bensínstöðvar opnar,“ segir tónlistarkonan Hera Hjartardóttir. Hún býr ásamt manni sínum Hirti Arasyni nálægt miðborg Christchurch. Hún segir aðstæður skelfilegar; vatn, sandur og leir hafi gosið upp úr sprungum í garðinum við hús þeirra hjóna. Húsið stendur en er rammskakkt og sprungur í veggjum. Það sama á við um borgina alla, sem Hera segir í rúst. Hún segir einn vin sinn hafa verið að snæða hádegisverð á veitingastað í borginni þegar húsið hafi hrunið niður á viðskiptavini. Hera og Hjörtur hafa heyrt í mörgum vina sinna en eiga eftir að heyra í nokkrum. Fjölskylda Heru er heil á húfi. Upptök jarðskjálftans voru um tíu kílómetrum utan borgarinnar, sem er sú næststærsta á Nýja Sjálandi, á fjögurra kílómetra dýpi. Einungis eru fimm mánuðir liðnir síðan öflugur skjálfti reið síðast yfir í nágrenni Christchurch, en um 500 hús í borginni eyðilögðust í september á síðasta ári. Sá skjálfti var öflugri, um 7,1 á Richter, en upptök hans voru fjær borginni og á mun meira dýpi en sá sem reið yfir aðfaranótt mánudags. Tugir Íslendinga búa í Christchurch, þar á meðal þrír læknar. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir ráðuneytið ekki vita til þess að nokkur Íslendingur hafi meiðst í skjálftanum. Fólk hafi verið duglegt að láta vita af sér, hvort sem það hafi verið beint frá Nýja-Sjálandi eða gegnum fjölskyldur þess hér á landi. Íbúum í Christchurch hefur verið sagt að halda sig heima við næstu þrjá sólarhringana. Margir geta það þó ekki vegna skemmda á húsum og hafa nokkur þúsund manns leitað skjóls í neyðarskýlum. sunna@frettabladid.is jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira