Geislamengun lak úr kjarnorkuverinu 16. mars 2011 00:00 Virðir rústirnar fyrir sér Kona heldur fyrir vitin meðan hún skoðar staðinn þar sem hús hennar stóð í bænum Yamada í norðvesturhluta landsins. fréttablaðið/AP Sjötugri konu var bjargað úr rústum heimilis hennar í hafnarborginni Otsuchi í Japan í gær, fjórum dögum eftir að flóðbylgja svipti húsinu af grunni síðastliðinn föstudag. Konan, sem heitir Sai Abe, var send á sjúkrahús. Hún þjáðist af ofkælingu en virtist ekki hafa hlotið lífshættuleg meiðsli. Yngri manni var einnig bjargað úr rústunum. Talið er að hundruðum, ef ekki þúsundum, manna hafi verið bjargað úr rústunum en líkurnar á að fleiri bjargist þykja orðnar afar litlar. Veður er að kólna og snjókomu er spáð næstu daga á þeim slóðum sem verst urðu úti. Í nágrenni kjarnorkuversins í Fukushima var 140 þúsund manns í gær skipað að halda sig inni við og loka vel dyrum og gluggum til að forðast hættulega geislamengun, sem barst frá verinu eftir að eldur kviknaði í einum kjarnaofna þess. Eldurinn kviknaði í kjarnaofni fjögur, sem vegna viðhalds var ekki í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir á föstudag. Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, kom fram í sjónvarpi í gær og sagði geislun berast frá ofninum beint út í andrúmsloftið. Þegar leið á daginn þótti ljóst að mengunin yrði ekki jafn mikil og óttast var í fyrstu. Atburðirnir í Fukushima hafa ýtt undir efasemdir um öryggi kjarnorkuvera almennt, ekki síst í Evrópu þar sem andstaða við kjarnorku hefur jafnan verið umtalsverð. Tugir þúsunda komu saman í Þýskalandi á mánudag til að krefjast þess að allri kjarnorkuvinnslu þar í landi yrði hætt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í gær hafa ákveðið að allir kjarnakljúfar í Þýskalandi sem starfræktir hefðu verið í meira en tvo áratugi yrðu tímabundið teknir úr notkun. Þá hefur Evrópusambandið ákveðið að gera álagspróf á öllum kjarnorkuverum í aðildarríkjunum til að ganga úr skugga um hvernig þeim myndi reiða af í náttúruhamförum. Alls eru kjarnorkuver í ESB-ríkjum 149 talsins. Jarðskjálftinn síðastliðinn föstudag mældist 9 stig, samkvæmt útreikningum Bandarísku jarðfræðimiðstöðvarinnar, en ekki 8,9 eins og fyrst var nefnt. Þar með er þetta fjórði öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni síðan 1900 og sá stærsti í sögu Japans síðan mælingar hófust þar fyrir 130 árum. Mögulegt er að álíka stór skjálfti hafi orðið í Japan árið 869 þegar mikil flóðbylgja skall á land á sömu slóðum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Sjötugri konu var bjargað úr rústum heimilis hennar í hafnarborginni Otsuchi í Japan í gær, fjórum dögum eftir að flóðbylgja svipti húsinu af grunni síðastliðinn föstudag. Konan, sem heitir Sai Abe, var send á sjúkrahús. Hún þjáðist af ofkælingu en virtist ekki hafa hlotið lífshættuleg meiðsli. Yngri manni var einnig bjargað úr rústunum. Talið er að hundruðum, ef ekki þúsundum, manna hafi verið bjargað úr rústunum en líkurnar á að fleiri bjargist þykja orðnar afar litlar. Veður er að kólna og snjókomu er spáð næstu daga á þeim slóðum sem verst urðu úti. Í nágrenni kjarnorkuversins í Fukushima var 140 þúsund manns í gær skipað að halda sig inni við og loka vel dyrum og gluggum til að forðast hættulega geislamengun, sem barst frá verinu eftir að eldur kviknaði í einum kjarnaofna þess. Eldurinn kviknaði í kjarnaofni fjögur, sem vegna viðhalds var ekki í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir á föstudag. Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, kom fram í sjónvarpi í gær og sagði geislun berast frá ofninum beint út í andrúmsloftið. Þegar leið á daginn þótti ljóst að mengunin yrði ekki jafn mikil og óttast var í fyrstu. Atburðirnir í Fukushima hafa ýtt undir efasemdir um öryggi kjarnorkuvera almennt, ekki síst í Evrópu þar sem andstaða við kjarnorku hefur jafnan verið umtalsverð. Tugir þúsunda komu saman í Þýskalandi á mánudag til að krefjast þess að allri kjarnorkuvinnslu þar í landi yrði hætt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í gær hafa ákveðið að allir kjarnakljúfar í Þýskalandi sem starfræktir hefðu verið í meira en tvo áratugi yrðu tímabundið teknir úr notkun. Þá hefur Evrópusambandið ákveðið að gera álagspróf á öllum kjarnorkuverum í aðildarríkjunum til að ganga úr skugga um hvernig þeim myndi reiða af í náttúruhamförum. Alls eru kjarnorkuver í ESB-ríkjum 149 talsins. Jarðskjálftinn síðastliðinn föstudag mældist 9 stig, samkvæmt útreikningum Bandarísku jarðfræðimiðstöðvarinnar, en ekki 8,9 eins og fyrst var nefnt. Þar með er þetta fjórði öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni síðan 1900 og sá stærsti í sögu Japans síðan mælingar hófust þar fyrir 130 árum. Mögulegt er að álíka stór skjálfti hafi orðið í Japan árið 869 þegar mikil flóðbylgja skall á land á sömu slóðum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna