Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Eru KR-ingar með dómarana í vasanum?

Rætt var um KR-liðið í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær þar sem þáttastjórnendur veltu upp þeirri spurningu hvort dómarar séu einfaldlega hræddir að taka stórar ákvarðanir gegn KR-liðinu.

„Það eru margir að tala um það að dómarar séu hræddi að dæma á móti KR-ingum. Eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra þar sem að Erlendur Eiríksson fékk mikla gagnrýni frá KR-ingum þar hann dæmdi tvær vítaspyrnur á KR,“  sagði Hörður Magnússon m.a. í þættinum.

Hjörvar Hafliðason tók saman nokkur atriði úr leikjum KR-inga í sumar. „Þetta eru lygilega mörg atvik. KR-ingar settu pressu á dómara með yfirlýsingu eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra og kannski er þetta dæmi um herkænsku þeirra. Núna þora dómarar ekkert að dæma á KR því þá kemur eitthvað batterí og slátrar þeim,“  sagði Hjörvar m.a. í þættinum.

Reynir Leósson taldi að stórar ákvarðanir í mörgum leikjum KR í sumar hafi falli þeim í hag en allt innslagið má sjá með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

 


Tengdar fréttir

Pepsimörkin: Öll tilþrifin úr leikjum gærkvöldsins á Vísi

Alls voru 18 mörk skoruð í gær þegar 15. umferðin í Pepsideild karla í fótbolta hófst með fimm leikjum. Umferðinni lýkur á fimmtudaginn þegar Þórsarar taka á móti KR-ingum á Akureyri. Að venju var farið yfir gang mála úr öllum leikjum gærkvöldsins í þættinum Pepsimörkin á Stöð 2 sport í gær og þar var þessi markasyrpa frumsýnd.

Umfjöllun Vísis um leiki kvöldsins

Fimm leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í kvöld og var mikið um að vera. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina á einum stað.

Eyjasigur í Kópavogi - myndir

ÍBV er einu stigi á eftir KR á toppi Pepsi-deildar karla eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í gær. KR á þó tvo leiki til góða á Eyjamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×