Íslenski boltinn

Sannfærandi FH-sigur gegn Víkingi - myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
FH vann í gær sinn fjórða sigur í röð í Pepsi-deild karla er liðið mætti Víkingi í Fossvoginum í gær og vann, 3-1.

FH-ingar eru að komast á góðan skrið og til alls líklegir ef hin liðin á toppi deildarinnar fara að misstíga sig.

Emil Pálsson, Björn Daníel Sverrisson og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk FH en Helgi Sigurðsson mark heimamanna.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á vellinum og tók þessar myndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×