Enski boltinn

Pulis: Stoke missti af Alex Oxlade-Chamberlain í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Oxlade-Chamberlain.
Alex Oxlade-Chamberlain. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alex Oxlade-Chamberlain sýndi snilli sína á Laugardalsvellinum á dögunum þegar hann skoraði öll þrjú mörk enska 21 árs landsliðsins í 3-1 sigri á því íslenska. Arsenal keypti Chamberlain frá Southampton í haust en þessi 18 ára vængmaður hefði getað endað í Stoke.

Íslandsvinurinn Tony Pulis, stjóri Stoke City, sagði það í útvarpsviðtali á BBC að Alex Oxlade-Chamberlain hafi verið ofarlega á innkaupalista félagsins í sumar.

Pulis gerði sér samt grein fyrir því að Stoke varð afar fjarlægur möguleiki eftir að Manchester United og Arsenal sýndu leikmanninum áhuga.

Arsenal keypti Oxlade-Chamberlain loks á tólf milljónir punda í ágúst og hann er þegar orðinn yngsti enski markaskorarinn í Meistaradeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×