Umfjöllun: Þróttur og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn Stefán Árni Pálsson á Valbjarnarvelli skrifar 26. júní 2011 16:28 Páll Einarsson, þjálfari Þróttar. Mynd./ Valli Þróttur og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn, 2-2, í 1.deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Valbjarnarvelli. Gestirnir að vestan komust tvisvar yfir í leiknum en Þróttarar gáfust aldrei upp og jöfnuðu metin. Þróttarar voru ívið sterkari aðilinn í byrjun leiks og gestirnir lágu aftarlega á vellinum. BÍ/Bolungarvík skoraði fyrsta mark leiksins eftir korters leik þegar Hafþór Atli Agnarsson klíndi boltanum í netið af um 30 metra færi alveg óverjandi fyrir Þórð Ingason í marki gestanna. Heimamenn voru ekki lengi að jafna metinn en aðeins fimm mínútum síðar skallaði Dusan Ivkovic boltann í netið eftir virkilega fína fyrirgjöf frá Jens Sævarssyni. Þróttarar tóku öll völd á vellinum næstu mínútur og voru óheppnir að ná ekki inn marki. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust gestirnir í 2-1 sem var alveg þvert gegn gangi leiksins. Zoran Stamenic átti skalla sem stefndi í áttina að marki Þróttara en Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði boltann út í teiginn, þar var Atli Guðjónsson mættur til að hirða frákastið og skoraði auðveldlega. Staðan var því 2-1í hálfleik fyrir gestina eftir ágætan fyrri hálfleik. Þróttarar mættu grimmir til síðari hálfleiksins og voru greinilega staðráðnir í því að jafna leikinn eftir að hafa fengið á sig þetta klaufamark. Heimamenn voru með yfirhöndina nánast allan síðari hálfleikinn og því kom það engum á óvart þegar jöfnunarmarkið kom. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, náði að skora virkilega flott mark þegar um tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sveinbjörn skaut boltanum fyrir utan vítateig gestanna með bylmingsskoti eftir að varnarmaður gestanna náði ekki að bægja hættunni frá. Þróttarar voru sterkari aðilinn síðustu mínúturnar en náðu ekki að skapa sér hættuleg færi og því var jafntefli niðurstaðan. Það var greinilegt að leikurinn gegn Blikum á fimmtudaginn satt í BÍ/Bolungarvík en leikmenn voru orðnir þreyttir og það sást á leik liðsins.Þróttur 2 – 2 BÍ/Bolungarvík 0-1 Hafþór Atli Agnarsson (15.) 1-1 Dusan Ivkovic (21.) 1-2 Atli Guðjónsson (43.) 2-2 Sveinbjörn Jónasson (70.) Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Þróttur og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn, 2-2, í 1.deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Valbjarnarvelli. Gestirnir að vestan komust tvisvar yfir í leiknum en Þróttarar gáfust aldrei upp og jöfnuðu metin. Þróttarar voru ívið sterkari aðilinn í byrjun leiks og gestirnir lágu aftarlega á vellinum. BÍ/Bolungarvík skoraði fyrsta mark leiksins eftir korters leik þegar Hafþór Atli Agnarsson klíndi boltanum í netið af um 30 metra færi alveg óverjandi fyrir Þórð Ingason í marki gestanna. Heimamenn voru ekki lengi að jafna metinn en aðeins fimm mínútum síðar skallaði Dusan Ivkovic boltann í netið eftir virkilega fína fyrirgjöf frá Jens Sævarssyni. Þróttarar tóku öll völd á vellinum næstu mínútur og voru óheppnir að ná ekki inn marki. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust gestirnir í 2-1 sem var alveg þvert gegn gangi leiksins. Zoran Stamenic átti skalla sem stefndi í áttina að marki Þróttara en Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði boltann út í teiginn, þar var Atli Guðjónsson mættur til að hirða frákastið og skoraði auðveldlega. Staðan var því 2-1í hálfleik fyrir gestina eftir ágætan fyrri hálfleik. Þróttarar mættu grimmir til síðari hálfleiksins og voru greinilega staðráðnir í því að jafna leikinn eftir að hafa fengið á sig þetta klaufamark. Heimamenn voru með yfirhöndina nánast allan síðari hálfleikinn og því kom það engum á óvart þegar jöfnunarmarkið kom. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, náði að skora virkilega flott mark þegar um tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sveinbjörn skaut boltanum fyrir utan vítateig gestanna með bylmingsskoti eftir að varnarmaður gestanna náði ekki að bægja hættunni frá. Þróttarar voru sterkari aðilinn síðustu mínúturnar en náðu ekki að skapa sér hættuleg færi og því var jafntefli niðurstaðan. Það var greinilegt að leikurinn gegn Blikum á fimmtudaginn satt í BÍ/Bolungarvík en leikmenn voru orðnir þreyttir og það sást á leik liðsins.Þróttur 2 – 2 BÍ/Bolungarvík 0-1 Hafþór Atli Agnarsson (15.) 1-1 Dusan Ivkovic (21.) 1-2 Atli Guðjónsson (43.) 2-2 Sveinbjörn Jónasson (70.)
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira