Umfjöllun: Þróttur og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn Stefán Árni Pálsson á Valbjarnarvelli skrifar 26. júní 2011 16:28 Páll Einarsson, þjálfari Þróttar. Mynd./ Valli Þróttur og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn, 2-2, í 1.deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Valbjarnarvelli. Gestirnir að vestan komust tvisvar yfir í leiknum en Þróttarar gáfust aldrei upp og jöfnuðu metin. Þróttarar voru ívið sterkari aðilinn í byrjun leiks og gestirnir lágu aftarlega á vellinum. BÍ/Bolungarvík skoraði fyrsta mark leiksins eftir korters leik þegar Hafþór Atli Agnarsson klíndi boltanum í netið af um 30 metra færi alveg óverjandi fyrir Þórð Ingason í marki gestanna. Heimamenn voru ekki lengi að jafna metinn en aðeins fimm mínútum síðar skallaði Dusan Ivkovic boltann í netið eftir virkilega fína fyrirgjöf frá Jens Sævarssyni. Þróttarar tóku öll völd á vellinum næstu mínútur og voru óheppnir að ná ekki inn marki. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust gestirnir í 2-1 sem var alveg þvert gegn gangi leiksins. Zoran Stamenic átti skalla sem stefndi í áttina að marki Þróttara en Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði boltann út í teiginn, þar var Atli Guðjónsson mættur til að hirða frákastið og skoraði auðveldlega. Staðan var því 2-1í hálfleik fyrir gestina eftir ágætan fyrri hálfleik. Þróttarar mættu grimmir til síðari hálfleiksins og voru greinilega staðráðnir í því að jafna leikinn eftir að hafa fengið á sig þetta klaufamark. Heimamenn voru með yfirhöndina nánast allan síðari hálfleikinn og því kom það engum á óvart þegar jöfnunarmarkið kom. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, náði að skora virkilega flott mark þegar um tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sveinbjörn skaut boltanum fyrir utan vítateig gestanna með bylmingsskoti eftir að varnarmaður gestanna náði ekki að bægja hættunni frá. Þróttarar voru sterkari aðilinn síðustu mínúturnar en náðu ekki að skapa sér hættuleg færi og því var jafntefli niðurstaðan. Það var greinilegt að leikurinn gegn Blikum á fimmtudaginn satt í BÍ/Bolungarvík en leikmenn voru orðnir þreyttir og það sást á leik liðsins.Þróttur 2 – 2 BÍ/Bolungarvík 0-1 Hafþór Atli Agnarsson (15.) 1-1 Dusan Ivkovic (21.) 1-2 Atli Guðjónsson (43.) 2-2 Sveinbjörn Jónasson (70.) Íslenski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira
Þróttur og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn, 2-2, í 1.deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Valbjarnarvelli. Gestirnir að vestan komust tvisvar yfir í leiknum en Þróttarar gáfust aldrei upp og jöfnuðu metin. Þróttarar voru ívið sterkari aðilinn í byrjun leiks og gestirnir lágu aftarlega á vellinum. BÍ/Bolungarvík skoraði fyrsta mark leiksins eftir korters leik þegar Hafþór Atli Agnarsson klíndi boltanum í netið af um 30 metra færi alveg óverjandi fyrir Þórð Ingason í marki gestanna. Heimamenn voru ekki lengi að jafna metinn en aðeins fimm mínútum síðar skallaði Dusan Ivkovic boltann í netið eftir virkilega fína fyrirgjöf frá Jens Sævarssyni. Þróttarar tóku öll völd á vellinum næstu mínútur og voru óheppnir að ná ekki inn marki. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust gestirnir í 2-1 sem var alveg þvert gegn gangi leiksins. Zoran Stamenic átti skalla sem stefndi í áttina að marki Þróttara en Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði boltann út í teiginn, þar var Atli Guðjónsson mættur til að hirða frákastið og skoraði auðveldlega. Staðan var því 2-1í hálfleik fyrir gestina eftir ágætan fyrri hálfleik. Þróttarar mættu grimmir til síðari hálfleiksins og voru greinilega staðráðnir í því að jafna leikinn eftir að hafa fengið á sig þetta klaufamark. Heimamenn voru með yfirhöndina nánast allan síðari hálfleikinn og því kom það engum á óvart þegar jöfnunarmarkið kom. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, náði að skora virkilega flott mark þegar um tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sveinbjörn skaut boltanum fyrir utan vítateig gestanna með bylmingsskoti eftir að varnarmaður gestanna náði ekki að bægja hættunni frá. Þróttarar voru sterkari aðilinn síðustu mínúturnar en náðu ekki að skapa sér hættuleg færi og því var jafntefli niðurstaðan. Það var greinilegt að leikurinn gegn Blikum á fimmtudaginn satt í BÍ/Bolungarvík en leikmenn voru orðnir þreyttir og það sást á leik liðsins.Þróttur 2 – 2 BÍ/Bolungarvík 0-1 Hafþór Atli Agnarsson (15.) 1-1 Dusan Ivkovic (21.) 1-2 Atli Guðjónsson (43.) 2-2 Sveinbjörn Jónasson (70.)
Íslenski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira