Enski boltinn

Öll mörk helgarinnar úr enska boltanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eins og ávallt má sjá hér á Vísi samantekt úr öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal úr titilslag Manchester United og Chelsea.

United vann 2-1 sigur í leiknum og á titilinn vísan þar sem liðið er með sex stiga forystu á Chelsea þegar sex stig eru eftir í pottinum. Javier Hernandez og Nemanja Vidic skoruðu mörk United í leiknum en Frank Lampard minnkaði muninn fyrir Chelsea.

Það er útlit fyrir spennandi fallbaráttu í síðustu tveimur umferðunum en West Ham er í botnsæti deildarinnar, fjórum stigum frá öruggu sæti. Sex lið geta enn fallið.

36. umferðinni lýkur í kvöld þegar að Fulham tekur á móti Liverpool en á morgun mætast svo Manchester City og Tottenham í frestuðum leik úr 33. umferð.

Klippurnar má sjá með því að fara á sjónvarpsvef Vísis og velja þar íþróttir og enska boltann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×