Erlent

Staðgöngumóðir eignast barn fyrir Nicole Kidman

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Þessi mynd var tekin af hjónunum á Golden Globe verðlaununum í gærkvöldi en það var fyrst í dag sem þau greindu frá tilvist litlu stúlkunnar.
Þessi mynd var tekin af hjónunum á Golden Globe verðlaununum í gærkvöldi en það var fyrst í dag sem þau greindu frá tilvist litlu stúlkunnar. Mynd/AFP
Leikkonan Nicole Kidman og eiginmaður hennar, Keith Urban, eignuðust dóttir milli jóla og nýárs með hjálp staðgöngumóður. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hjónin sendu frá sér fyrr í kvöld.

Stúlkan, sem hefur fengið nafnið Faith Margaret, er líffræðileg dóttir þeirra Nicole og Keith. Hún kom í heiminn 28. desember á sjúkrahúsi í Nashville. Nafn konunnar sem gekk með stúlkuna verður ekki gefið upp.

Nicole og Keith hafa verið saman síðan 2005 en þau giftust ári seinna. Saman eiga þau tveggja ára gamla dóttur, Sunday Rose. Fyrir á hin 43 ára Nicole 18 ára gamla dóttur, Bellu, og Connor, sem er 15 ára, með leikaranum Tom Cruise.

Nicole er ekki eina stórstjarnan sem eignaðist barn með aðstoð staðgöngumóður yfir hátíðirnar. Líkt og áður hefur komið fram varð breski popparinn Elton John faðir í fyrsta sinn á jóladag þegar hann og eiginmaður hans, David Furnish, eignuðust son með hjálp staðgöngumóður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×