Umfjöllun: Ferna Margrétar Láru í þægilegum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Laugardalsvelli skrifar 19. maí 2011 18:30 Mynd/Stefán Ísland vann þægilegan 6-0 sigur á Búlgaríu í fyrsta leik undankeppni EM 2013. Tvö mörk strax í upphafi leiks gáfu tóninn. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fernu fyrir Ísland og er hún nú alls komin með 62 landsliðsmark á ferlinum í aðeins 73 leikjum. Sara Björk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu hin mörk Íslands í leiknum. Leikmenn Íslands byrjuðu af miklum krafti í leiknum og skoruðu tvívegis fyrstu tólf mínútunum. Mörkin hefðu þó auðveldlega getað orðið mun fleiri þar sem Íslendingar óðu í færum hvað eftir annað. Af frammistöðu búlgarska liðsins í upphafi leiks að dæma leit út fyrir að markamet yrði slegið í Laugardalnum í kvöld en sú varð nú ekki raunin. Búlgaría tók sig saman í andlitinu þrátt fyrir þessa erfiðu byrjun og náðu að gera leikmönnum Íslands mun erfiðara fyrir. Þær vörðust vel á eigin vallarhelmingi og gáfu íslensku miðvallarleikmönnunum lítið pláss með boltann. Ísland náði þó að skora einu sinni í viðbót áður en flautað var til hálfleiks og var það eftir afar laglega stungusendingu Söru Bjarkar á Margréti Láru sem kláraði sitt örugglega. Síðari hálfleikur hafði svo fátt upp á að bjóða nema mörkin þrjú. Búlgarar héldu áfram að pakka í vörn og lögðu allt kapp á að stöðva sóknarspil íslenska liðsins. Stelpurnar okkar héldu þó áfram hvað þær gátu til að skora fleiri mörk og náðu þrívegis í gegn. Hólmfríður skoraði fyrst eftir laglegan undirbúning Fanndísar á hægri kantinum, þá Margrét Lára úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. Það var svo viðeigandi að Margrét Lára skoraði fjórða markið sitt með síðustu spyrnu leiksins og tryggði þar með 6-0 sigur. Niðurstaðan því afar öruggur sigur í leik sem skilur ekki mikið eftir sig. Skylduverkið var klárað og nú tekur við undirbúningur fyrir mun erfiðari leik gegn Noregi á Laugardalsvelli þann 17. september næstkomandi. Ísland – Búlgaría 6-0 - tölfræðin1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (6.) 2-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (12.) 3-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (36.) 4-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (63.) 5-0 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti (72.) 6-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (90.+2) Dómari: Floarea Ionescu, Rúmeníu (6) Skot (á mark): 18–4 (10-2) Varin skot: Þóra 2 – Naydenova 4 Hornspyrnur: 6–0 Aukaspyrnur fengnar: 7–15 Rangstöður: 6–2Ísland (4-3-3): Þóra Björg Helgadóttir 7 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 7 Sif Atladóttir 7 Katrín Jónsdóttir 7 Hallbera Guðný Gísladóttir 7 (78. Þórunn Helga Jónsdóttir -) Edda Garðarsdóttir 6 (72., Dagný Brynjarsdóttir -) Katrín Ómarsdóttir 6 (72., Dóra María Lárusdóttir -) Sara Björk Gunnarsdóttir 8 Fanndís Friðriksdóttir 6 Hólmfríður Magnúsdóttir 7 Margrét Lára Viðarsdóttir 8 – maður leiksins Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Ísland vann þægilegan 6-0 sigur á Búlgaríu í fyrsta leik undankeppni EM 2013. Tvö mörk strax í upphafi leiks gáfu tóninn. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fernu fyrir Ísland og er hún nú alls komin með 62 landsliðsmark á ferlinum í aðeins 73 leikjum. Sara Björk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu hin mörk Íslands í leiknum. Leikmenn Íslands byrjuðu af miklum krafti í leiknum og skoruðu tvívegis fyrstu tólf mínútunum. Mörkin hefðu þó auðveldlega getað orðið mun fleiri þar sem Íslendingar óðu í færum hvað eftir annað. Af frammistöðu búlgarska liðsins í upphafi leiks að dæma leit út fyrir að markamet yrði slegið í Laugardalnum í kvöld en sú varð nú ekki raunin. Búlgaría tók sig saman í andlitinu þrátt fyrir þessa erfiðu byrjun og náðu að gera leikmönnum Íslands mun erfiðara fyrir. Þær vörðust vel á eigin vallarhelmingi og gáfu íslensku miðvallarleikmönnunum lítið pláss með boltann. Ísland náði þó að skora einu sinni í viðbót áður en flautað var til hálfleiks og var það eftir afar laglega stungusendingu Söru Bjarkar á Margréti Láru sem kláraði sitt örugglega. Síðari hálfleikur hafði svo fátt upp á að bjóða nema mörkin þrjú. Búlgarar héldu áfram að pakka í vörn og lögðu allt kapp á að stöðva sóknarspil íslenska liðsins. Stelpurnar okkar héldu þó áfram hvað þær gátu til að skora fleiri mörk og náðu þrívegis í gegn. Hólmfríður skoraði fyrst eftir laglegan undirbúning Fanndísar á hægri kantinum, þá Margrét Lára úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. Það var svo viðeigandi að Margrét Lára skoraði fjórða markið sitt með síðustu spyrnu leiksins og tryggði þar með 6-0 sigur. Niðurstaðan því afar öruggur sigur í leik sem skilur ekki mikið eftir sig. Skylduverkið var klárað og nú tekur við undirbúningur fyrir mun erfiðari leik gegn Noregi á Laugardalsvelli þann 17. september næstkomandi. Ísland – Búlgaría 6-0 - tölfræðin1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (6.) 2-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (12.) 3-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (36.) 4-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (63.) 5-0 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti (72.) 6-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (90.+2) Dómari: Floarea Ionescu, Rúmeníu (6) Skot (á mark): 18–4 (10-2) Varin skot: Þóra 2 – Naydenova 4 Hornspyrnur: 6–0 Aukaspyrnur fengnar: 7–15 Rangstöður: 6–2Ísland (4-3-3): Þóra Björg Helgadóttir 7 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir 7 Sif Atladóttir 7 Katrín Jónsdóttir 7 Hallbera Guðný Gísladóttir 7 (78. Þórunn Helga Jónsdóttir -) Edda Garðarsdóttir 6 (72., Dagný Brynjarsdóttir -) Katrín Ómarsdóttir 6 (72., Dóra María Lárusdóttir -) Sara Björk Gunnarsdóttir 8 Fanndís Friðriksdóttir 6 Hólmfríður Magnúsdóttir 7 Margrét Lára Viðarsdóttir 8 – maður leiksins
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn