Óttast öfluga eftirskjálfta 14. mars 2011 01:00 Þessi mynd náðist af ferju sem hafði strandað á byggingu í borginni Otsuchi í Iwate í norðurhluta Japans. Gríðarleg eyðilegging hefur orðið í Japan af völdum flóðbylgjunnar sem skall á landinu. Mynd/AP Jarðfræðingar óttast að öflugir eftirskjálftar muni ríða yfir Japan á næstu dögum í kjölfar jarðskjálftans sem skók landið á föstudagsmorgun. Talið er að skjálftarnir geti náð allt upp í 7 á Richter en upphaflegi skjálftinn var af stærðinni 9 á Richter. Hamfarirnar í Japan eru mesta áfall sem dunið hefur á þjóðinni síðan í síðari heimsstyrjöld. Þetta sagði Naoto Kan, forsætisráðherra Japans í sjónvarpsávarpi í gær. Talið er að yfir tíu þúsund manns hafi farist vegna fljóðbylgjunnar sem gekk yfir Miyagi-svæðið í norðausturhluta landsins í kjölfar jarðskjálftans. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í kjarnorkuverinu í hafnarborginni Onagawa vegna geislunar sem mældist þar yfir hættumörkum. Rannsókn stóð yfir í gær á því hvaðan geislunin kom en þrír kjarnakljúfar versins eru ekki sagðir í hættu. Notaður var sjór til að kæla niður kjarnakljúf í öðru kjarnorkuveri í Fukushima Dai-ichi. Óttast var að sprenging gæti orðið í kljúfnum rétt eins og gerðist með annan kjarnakljúf í sama kjarnorkuveri á laugardag. Forsætisráðherrann Kan sagði að ástandið í kjarnorkuverinu væri mjög alvarlegt. Þar hefur einnig verið lýst yfir neyðarástandi vegna mikillar geislunar en nítján manns hafa orðið fyrir geislun. Fari svo að það mistakist að halda kjarnakljúfunum í Fukushima gangandi, það er að ekki takist að halda hitanum í skefjum, gætu úraníum og önnur hættuleg efni komist út í andrúmsloftið. Það gæti valdið miklu mengunarslysi. Ef það gerist telja sérfræðingar að skaðinn verði engu að síður mun minni en þegar kjarnorkuslysið í Tjernóbyl varð árið 1986 þegar kjarnakljúfur sprakk og mikil geislun barst um Evrópu. Víða er rafmagnslaust í Japan og hefur það haft áhrif á björgunarstarf. Yfir 180 þúsund manns hafa verið fluttir í burtu frá Miyagi í neyðarskýli, sem eru mörg hver án rafmagns. Ákveðið hefur verið að fjöldi hjálparstarfsmanna á svæðinu verði tvöfaldaður og fari upp í eitt hundrað þúsund. Að minnsta kosti 1,4 milljónir heimila í Japan hafa verið án vatns síðan jarðskjálftinn reið yfir og rafmagnslaust er á um 1,9 milljónum heimila. „Ástandið í landinu vegna jarðskjálftans, flóðbylgjunnar og kjarnorkuveranna er að mörgu leyti það alvarlegasta í landinu í 65 ár, eða frá síðari heimsstyrjöldinni," sagði forsætisráðherrann Kan. -fb Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Jarðfræðingar óttast að öflugir eftirskjálftar muni ríða yfir Japan á næstu dögum í kjölfar jarðskjálftans sem skók landið á föstudagsmorgun. Talið er að skjálftarnir geti náð allt upp í 7 á Richter en upphaflegi skjálftinn var af stærðinni 9 á Richter. Hamfarirnar í Japan eru mesta áfall sem dunið hefur á þjóðinni síðan í síðari heimsstyrjöld. Þetta sagði Naoto Kan, forsætisráðherra Japans í sjónvarpsávarpi í gær. Talið er að yfir tíu þúsund manns hafi farist vegna fljóðbylgjunnar sem gekk yfir Miyagi-svæðið í norðausturhluta landsins í kjölfar jarðskjálftans. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í kjarnorkuverinu í hafnarborginni Onagawa vegna geislunar sem mældist þar yfir hættumörkum. Rannsókn stóð yfir í gær á því hvaðan geislunin kom en þrír kjarnakljúfar versins eru ekki sagðir í hættu. Notaður var sjór til að kæla niður kjarnakljúf í öðru kjarnorkuveri í Fukushima Dai-ichi. Óttast var að sprenging gæti orðið í kljúfnum rétt eins og gerðist með annan kjarnakljúf í sama kjarnorkuveri á laugardag. Forsætisráðherrann Kan sagði að ástandið í kjarnorkuverinu væri mjög alvarlegt. Þar hefur einnig verið lýst yfir neyðarástandi vegna mikillar geislunar en nítján manns hafa orðið fyrir geislun. Fari svo að það mistakist að halda kjarnakljúfunum í Fukushima gangandi, það er að ekki takist að halda hitanum í skefjum, gætu úraníum og önnur hættuleg efni komist út í andrúmsloftið. Það gæti valdið miklu mengunarslysi. Ef það gerist telja sérfræðingar að skaðinn verði engu að síður mun minni en þegar kjarnorkuslysið í Tjernóbyl varð árið 1986 þegar kjarnakljúfur sprakk og mikil geislun barst um Evrópu. Víða er rafmagnslaust í Japan og hefur það haft áhrif á björgunarstarf. Yfir 180 þúsund manns hafa verið fluttir í burtu frá Miyagi í neyðarskýli, sem eru mörg hver án rafmagns. Ákveðið hefur verið að fjöldi hjálparstarfsmanna á svæðinu verði tvöfaldaður og fari upp í eitt hundrað þúsund. Að minnsta kosti 1,4 milljónir heimila í Japan hafa verið án vatns síðan jarðskjálftinn reið yfir og rafmagnslaust er á um 1,9 milljónum heimila. „Ástandið í landinu vegna jarðskjálftans, flóðbylgjunnar og kjarnorkuveranna er að mörgu leyti það alvarlegasta í landinu í 65 ár, eða frá síðari heimsstyrjöldinni," sagði forsætisráðherrann Kan. -fb
Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira