Enski boltinn

Eiður Smári í byrjunarliðinu á móti Chelsea á morgun?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári hitar hér upp fyrir leik Fulham og Aston Villa um síðustu helgi.
Eiður Smári hitar hér upp fyrir leik Fulham og Aston Villa um síðustu helgi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Enski fjölmiðlar telja það líklegt að Eiður Smári Guðjohnsen verði í fyrsta sinn í byrjunarliði Fulham þegar liðið fær Chelsea í heimsókn á Craven Cottage í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Eiður Smári spilaði sinn fyrsta leik með Fulham um síðustu helgi þegar hann kom inn á sem varamaður rétt fyrir leikslok í 2-2 jafntefli liðsins á móti Aston Villa.

Mark Hughes, stjóri Fulham, er víst mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára á æfingum í vikunni og Hughes talaði líka um mikilvægi þess að Eiður kæmist í leikæfingu sem fyrst þegar Fulham fékk Eið á láni frá Stoke.

Fái Eiður Smári að byrja leikinn annað kvöld þá verður það fyrsti leikur hans í byrjunarliði síns félags síðan að hann var í byrjunarliði Tottenham á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni 4. apríl í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×